Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 16:55 Frá Svalbarða sem lútir stjórn Norðmanna en þar má einnig finna rússneska byggð. AFP/Jonathan Nackstrand Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi. Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Rússar hafa lengi nýtt sér auðlindir Svalbarða á grunni samningsins. Á áðurnefndum fundi í dag kvörtuðu Rússar yfir því að eyjaklasinn spilaði sífellt stærri rullu í hernaði Noregs, með aðkomu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að ráðamenn í Moskvu kalli eftir því að Norðmenn láti af þessu meinta athæfi, þar sem það grafi undan lagalegum grunni samkomulagsins um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Í frétt Norska ríkisútvarpsins um tilkynninguna segir að norskir stjórnmálamenn hafi kallað eftir aukinni hernaðarlegri viðveru á Svalbarða. Þar á meðal eru embættismenn á eyjaklasanum. Hefur slíkum ummælum meðal annars verið kastað fram í tengslum við aukna árásargirni Rússa og viðvarana vegna tilrauna þeirra til að grafa undan samheldni innan NATO og mögulega láta reyna á fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins um sameiginlegar varnir. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur samkvæmt NRK ekki tekið vel í það og vísað til Svalbarðasamningsins. Hann hefur ítrekað að Norðmenn hafi ekki áhuga á aukinni spennu á norðurslóðum. Noregur Rússland Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Rússar hafa lengi nýtt sér auðlindir Svalbarða á grunni samningsins. Á áðurnefndum fundi í dag kvörtuðu Rússar yfir því að eyjaklasinn spilaði sífellt stærri rullu í hernaði Noregs, með aðkomu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að ráðamenn í Moskvu kalli eftir því að Norðmenn láti af þessu meinta athæfi, þar sem það grafi undan lagalegum grunni samkomulagsins um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Í frétt Norska ríkisútvarpsins um tilkynninguna segir að norskir stjórnmálamenn hafi kallað eftir aukinni hernaðarlegri viðveru á Svalbarða. Þar á meðal eru embættismenn á eyjaklasanum. Hefur slíkum ummælum meðal annars verið kastað fram í tengslum við aukna árásargirni Rússa og viðvarana vegna tilrauna þeirra til að grafa undan samheldni innan NATO og mögulega láta reyna á fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins um sameiginlegar varnir. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur samkvæmt NRK ekki tekið vel í það og vísað til Svalbarðasamningsins. Hann hefur ítrekað að Norðmenn hafi ekki áhuga á aukinni spennu á norðurslóðum.
Noregur Rússland Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira