Innlent

Neyðarvistun í fanga­klefa gróft brot á réttindum barna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Rætt verður um málið við barnamálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir sameiningu níu sýslumannsembætta í eitt vera byggðajöfnunarmál. Frumvarp hennar um sameininguna var afgreitt úr ríkisstjórn í gær og verður lagt fyrir þingið í þessum mánuði. 

Sérstakt félag um sögu og nyt rabarbarans verður sett á fót í dag. Magnús Hlynur kíkir á stofnfundinn. 

Við heyrum í Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Stjarnan mætti Tindastóli í Bónusdeildinni í gær og missti af toppsætinu. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×