Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2025 22:16 Íbúar á Hvolsvelli á Kjötsúpuhátíðinni í fyrra og fiðluleikari Toronto-sinfóníunnar í sundhöll YMCA. Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar nú bara að spila fyrir íslenska sundgesti gegnum sjón- eða útvarp. Vísir/Magnús Hlynur/Getty Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt. Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06