Sundlaugar og baðlón

Fréttamynd

Telja nú að enginn raðsund­laugar­kúkari hafi verið á ferð

Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa.

Erlent
Fréttamynd

Selja hlut sinn í Skógarböðunum

Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54 prósenta eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli. Áhugasömum fjárfestum hefur verið boðið að gera tilboð í hlutinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Raðsund­laugar­kúkari gengur laus í Oulu

Borgaryfirvöldum í finnsku borginni Oulu er nóg boðið vegna þess að ítrekað hefur verið kúkað í almenningssundlaug í borginni í sumar. Þau hafa kært athæfið til lögreglu en á meðan gengur raðkúkarinn laus.

Erlent
Fréttamynd

Vestur­bæjar­laug aftur lokað vegna við­gerðar

Vesturbæjarlaug verður lokað klukkan átta í kvöld, og verður hún lokuð í um það bil viku. Í ljós hefur komið galli á málningarvinnu á laugarbotninum, sem hefur valdið því að málningin er tekin að flagna af laugarkarinu.

Innlent
Fréttamynd

Sundlaugargestur hand­tekinn

Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt grunaður um meiri háttar líkamsárás. Þegar lögregla var að flytja hann á lögreglustöð er hann sagður hafa hótað ítrekað að drepa lögreglumenn. Hann er nú vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Meira að segja happ þegar frysti­húsið brann

Langflestir gestir í heitu pottunum í flæðamálinu á Drangsnesi greiða uppsett verð þótt enginn standi vaktina. Heimamenn hafa mætt áföllum í gegnum tíðina af æðruleysi og komast yfirleitt að því að ekki er allt sem sýnist.

Innlent
Fréttamynd

Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítil­lega

Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Biður Höllu af­sökunar á fréttum af meintum líf­vörðum

Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug

Þrettán hugmyndaríkir unglingar taka yfir Laugardalslaug í vikunni til að sýna leiksýninguna Pöddupanik sem fjallar um tvær óvinafjölskyldur sem koma saman í skordýrabrúðkaupi Blængs Vængssonar og Fjútífjú Skröltnes.

Lífið
Fréttamynd

Féll í hálku í sundi og fær bætur

Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. 

Innlent
Fréttamynd

Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til við­bótar

Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur verið frestað um þrjár vikur eftir að í ljós kom að þörf væri á meiri múrviðgerðum en áætlað var. Nú er stefnt að því að opna laugina 15. júlí en upphaflega átti það að gerast á mánudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Sund­höllinni lokað vegna reyks

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum í kjallara Sundhallar Reykjavíkur vegna reyks og brunalyktar fyrr í morgun. Ekki var talin hætta á ferð en lauginni hefur þó verið lokað um óákveðinn tíma.

Innlent