Lífið

Helga og Arnar gáfu syninum nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Falleg fjölskylda á skírnardaginn.
Falleg fjölskylda á skírnardaginn. Instagram

Arnar Þór Ólafsson, fjármálaverkfræðingur og þáttastjórnandi, og Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og hlaðvarpstjórnandi, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík um helgina. Drengurinn fékk nafnið Ingólfur, í höfuðið á móðurafa sínum.

„Dásamlegur dagur og Ingólfur Arnarsson fékk nafnið sitt,“ skrifaði parið og deildi fallegri mynd af fjölskyldunni á skírnardaginn á Instagram. Í annarri færslu birti Helga myndir úr skírnarveislunni.

Ingólfur litli kom í heiminn í lok síðasta árs, eða þann 27. desember, tíu dögum fyrir settan dag.

Helga og Arnar hafa komið víða að og vakið athygli. Helga Kristín er með BS próf í sálfræði og starfar í mannauðsmálum hjá Arion banka en er sömuleiðis menntaður dansari. Hún vann meðal annars sjónvarpskeppnina Dans, dans, dans árið 2012.

Arnar Þór stýrir sjónvarpsseríunni Viltu Finna Milljón? ásamt Hrefnu Björk Sverrisdóttur sem er sýndur á Stöð 2, en fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð verður sýndur klukkan 19:10 í kvöld. Þá var hann hluti af Áttunni sem gaf út sketsa og lög og stýrir nú meðal annars hlaðvarpinu Ólafssynir í Undralandi ásamt Aroni Mola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.