Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið falli strax aftur niður um deild. Laugardagurinn 28. september rennur Mosfellingum eflaust seint úr minni. Þá tryggði Afturelding sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvelli, 1-0. Sigurinn var sérstaklega sætur því ári fyrr hafði Afturelding tapað fyrir Vestra í sama leik. Fögnuðurinn eftir leikinn í fyrra var allavega eins innilegur og hann verður. Og það skiljanlega. Gamli fjölmiðlamaðurinn Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar haustið 2019.vísir/anton Afturelding er nú mætt í efstu deild í fyrsta sinn og spenningurinn í Mosfellsbænum er mikill. Nokkrum vikum eftir að Bestu deildarsætið var tryggt boðuðu Mosfellingar til blaðamannafundar þar sem þeir kynntu fjóra leikmenn; bræðurna Jökul og Axel Óskar Andréssyni, Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson. Þeir eru þegar þetta er skrifað einu leikmennirnir sem Afturelding hefur fengið fyrir átökin í sumar. Liðið hefur aftur á móti lítið misst frá því á síðasta tímabili. grafík/bjarki Jökull lék með Aftureldingu seinni hlutann í fyrra og átti risastóran þátt í að liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni. Hann er hörku markvörður og Mosfellingum gríðarlega mikilvægur. Afturelding fékk á sig 28 mörk í fjórtán deildarleikjum áður en Jökull kom en aðeins átta í átta deildarleikjum eftir að hann kom og svo bara eitt mark í þremur leikjum í umspilinu. grafík/bjarki Bróðir hans hefur ýmislegt að sanna eftir erfitt tímabil með KR í fyrra en er öflugur varnarmaður á góðum degi. Oliver og Þórður Gunnar búa svo yfir reynslu úr efstu deild sem er annars af skornum skammti í leikmannahópi Aftureldingar. Ef Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, nær að kveikja aftur í Oliver gæti hann reynst Mosfellingum gríðarlegur liðsauki. Margra augu verða á Elmari Kára Enessyni Cogic sem var markahæsti leikmaður Aftureldingar í fyrra með tíu mörk. Sumarið 2023 skoraði hann svo sautján deildarmörk. Elmar er á leið inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild og þarf að leiða sóknarleik strákanna úr 270. Aron Jóhannsson skorar svo alltaf sín mörk. grafík/bjarki Stærsta spurningarmerkið er með framherjastöðuna. Andri Freyr Jónasson hefur aldrei spilað í efstu deild, Arnór Gauti Ragnarsson hefur glímt við meiðsli síðustu ár og Mosfellingar hafa verið orðaðir við erlenda framherja. Margir settust upp þegar Afturelding vann FH, 6-3, í Lengjubikarnum. Töp fyrir Lengjudeildarliðum ÍR og HK slógu hins vegar aðeins á bjartsýnina. Margir leikmenn liðsins eru óskrifað blað í efstu deild og sömu sögu er að segja af Magnúsi þjálfara. Hann hefur gert frábæra hluti með Aftureldingu og komið félaginu sem hann ann svo heitt upp í efstu deild eftir langa bið. Þórður Gunnar Hafþórsson, Oliver Sigurjónsson, Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson voru kynntir til leiks hjá Aftureldingu í desember.vísir/ragnar dagur Það reynir á Magnús í sumar sem og leiðtogana í liði Aftureldingar; Andréssyni og Oliver. Þeir verða að vera með allt sitt á tæru ef það á að vera spilaður Bestu deildarbolti í túninu heima 2026. Bjartsýnin og hamingjan sem fylgir því að spila loksins í efstu deild getur fleytt liðum langt en spurningin er bara hver staðan verður þegar nýjabrumið fer af og hvað tekur við eftir það. Besta deild karla Afturelding Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið falli strax aftur niður um deild. Laugardagurinn 28. september rennur Mosfellingum eflaust seint úr minni. Þá tryggði Afturelding sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvelli, 1-0. Sigurinn var sérstaklega sætur því ári fyrr hafði Afturelding tapað fyrir Vestra í sama leik. Fögnuðurinn eftir leikinn í fyrra var allavega eins innilegur og hann verður. Og það skiljanlega. Gamli fjölmiðlamaðurinn Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar haustið 2019.vísir/anton Afturelding er nú mætt í efstu deild í fyrsta sinn og spenningurinn í Mosfellsbænum er mikill. Nokkrum vikum eftir að Bestu deildarsætið var tryggt boðuðu Mosfellingar til blaðamannafundar þar sem þeir kynntu fjóra leikmenn; bræðurna Jökul og Axel Óskar Andréssyni, Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson. Þeir eru þegar þetta er skrifað einu leikmennirnir sem Afturelding hefur fengið fyrir átökin í sumar. Liðið hefur aftur á móti lítið misst frá því á síðasta tímabili. grafík/bjarki Jökull lék með Aftureldingu seinni hlutann í fyrra og átti risastóran þátt í að liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni. Hann er hörku markvörður og Mosfellingum gríðarlega mikilvægur. Afturelding fékk á sig 28 mörk í fjórtán deildarleikjum áður en Jökull kom en aðeins átta í átta deildarleikjum eftir að hann kom og svo bara eitt mark í þremur leikjum í umspilinu. grafík/bjarki Bróðir hans hefur ýmislegt að sanna eftir erfitt tímabil með KR í fyrra en er öflugur varnarmaður á góðum degi. Oliver og Þórður Gunnar búa svo yfir reynslu úr efstu deild sem er annars af skornum skammti í leikmannahópi Aftureldingar. Ef Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, nær að kveikja aftur í Oliver gæti hann reynst Mosfellingum gríðarlegur liðsauki. Margra augu verða á Elmari Kára Enessyni Cogic sem var markahæsti leikmaður Aftureldingar í fyrra með tíu mörk. Sumarið 2023 skoraði hann svo sautján deildarmörk. Elmar er á leið inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild og þarf að leiða sóknarleik strákanna úr 270. Aron Jóhannsson skorar svo alltaf sín mörk. grafík/bjarki Stærsta spurningarmerkið er með framherjastöðuna. Andri Freyr Jónasson hefur aldrei spilað í efstu deild, Arnór Gauti Ragnarsson hefur glímt við meiðsli síðustu ár og Mosfellingar hafa verið orðaðir við erlenda framherja. Margir settust upp þegar Afturelding vann FH, 6-3, í Lengjubikarnum. Töp fyrir Lengjudeildarliðum ÍR og HK slógu hins vegar aðeins á bjartsýnina. Margir leikmenn liðsins eru óskrifað blað í efstu deild og sömu sögu er að segja af Magnúsi þjálfara. Hann hefur gert frábæra hluti með Aftureldingu og komið félaginu sem hann ann svo heitt upp í efstu deild eftir langa bið. Þórður Gunnar Hafþórsson, Oliver Sigurjónsson, Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson voru kynntir til leiks hjá Aftureldingu í desember.vísir/ragnar dagur Það reynir á Magnús í sumar sem og leiðtogana í liði Aftureldingar; Andréssyni og Oliver. Þeir verða að vera með allt sitt á tæru ef það á að vera spilaður Bestu deildarbolti í túninu heima 2026. Bjartsýnin og hamingjan sem fylgir því að spila loksins í efstu deild getur fleytt liðum langt en spurningin er bara hver staðan verður þegar nýjabrumið fer af og hvað tekur við eftir það.
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00