Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Árni Sæberg skrifar 19. mars 2025 14:10 Guðfinnur Sölvi Karlsson, Finni á Prikinu, átti rétt tæpan helmingshlut í Maclandi. Vísir Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn segir brunann í Kringlunni hafa gert út af við reksturinn. Starfsmenn hafi þegar fengið laun greidd og hann vonist til þess að birgjar fái sitt út úr þrotabúinu. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að bú Makklands ehf. hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 5. mars síðastliðinn. Guðfinnur Sölvi Karlsson, oftast kenndur við Prikið, var fyrirsvarsmaður félagsins. Hann eignaðist tæpan helming í félaginu árið 2023 á móti viðskiptafélögum sínum. „Hún verður ekki opnuð aftur. Ekki af okkur allavega. Bruninn fór með þetta, við vorum auðvitað með raftækjaverslun og það sagði sig svo sem sjálft hvernig þetta myndi fara að einhverju leyti,“ segir Guðfinnur í samtali við Vísi varðandi afdrif verslunarinnar. Bruninn sem hann vísar til er stórbruninn sem varð í Kringlunni, þar sem Macland hafði verið til húsa um nokkurt skeið, í júní í fyrra. Gert að segja sérfróðu starfsfólki upp Guðfinnur segir aðdraganda gjaldþrotsins mega rekja til brunans og þess ferlis sem tók við eftir hann. Eigendum verslunarinnar hafi verið gert að segja upp starfsfólki til þess að geta þegið bætur úr rekstrarstöðvunartryggingu. Starfsfólki sem hafi verið sérhæft í viðgerð á Apple-vörum. Síðar hafi tryggingarfélagið sagt að opna þyrfti á ný, þar sem aðstæður í Kringlunni leyfðu það. Flestar verslanir, sem þurfti að loka eftir brunann, voru opnaðar á ný í lok nóvember í fyrra. Hins vegar hafði áður verið greint frá því að verslun Eirbergs yrði ekki opnuð á ný og skömmu síðar að ballið væri búið hjá Maclandi sömuleiðis. „Að einhverju leyti er okkur skipað að opna, af því að við verðum auðvitað að opna til að standa við skuldbindingar. Þá vorum við búnir að segja upp sérhæfðu starfsfólki, ég stekk ekkert inn og fer að gera við einhverjar Apple-tölvur, það er ekki eins og við höfum verið að selja einfaldari hluti. Þar kom verst út auðvitað verkstæðið, þú opnar ekkert bara Apple-verkstæði, það var langur prósess að fá þetta. Þegar verkstæðið er farið og sérhæfingin sem mennirnir þar voru með, þá gekk þetta ekki upp,“ segir Guðfinnur. Starfsfólkið þegar fengið sitt Hann segir að starfsfólk hafi þegar fengið allar launakröfur greiddar, sem skipti mestu máli í þessu leiðinlega máli öllu saman. Þá voni hann að skiptastjóri nái að afla búinu nægra fjármuna, meðal annars með sölu vörumerkisins og innheimtu bótakrafna vegna brunans, til þess að unnt verði að gera upp við alla birgja. Loks segir hann að fyrsta verk eftir brunann hafi verið að reyna að bjarga gögnum viðskiptavina, enda hafi að meðaltali verið um fimmtíu tölvur á verkstæðinu á hverjum tíma. Í því verkefni hafi allir lagst á eitt, starfsfólk, birgjar og önnur fyrirtæki í bransanum. „Allir stóðu með okkur og mér skildist að við hefðum náð að bjarga öllu, held ég, ég ætla ekki alveg að segja það hundrað prósent, en ég man allavega ekki eftir því að það hafi komið kvörtun vegna þess.“ Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tryggingar Tengdar fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku. 21. nóvember 2024 10:15 „Það verða tómar hillur í smá stund“ Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. 20. júní 2024 20:22 Meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði. 19. júní 2024 18:57 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að bú Makklands ehf. hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 5. mars síðastliðinn. Guðfinnur Sölvi Karlsson, oftast kenndur við Prikið, var fyrirsvarsmaður félagsins. Hann eignaðist tæpan helming í félaginu árið 2023 á móti viðskiptafélögum sínum. „Hún verður ekki opnuð aftur. Ekki af okkur allavega. Bruninn fór með þetta, við vorum auðvitað með raftækjaverslun og það sagði sig svo sem sjálft hvernig þetta myndi fara að einhverju leyti,“ segir Guðfinnur í samtali við Vísi varðandi afdrif verslunarinnar. Bruninn sem hann vísar til er stórbruninn sem varð í Kringlunni, þar sem Macland hafði verið til húsa um nokkurt skeið, í júní í fyrra. Gert að segja sérfróðu starfsfólki upp Guðfinnur segir aðdraganda gjaldþrotsins mega rekja til brunans og þess ferlis sem tók við eftir hann. Eigendum verslunarinnar hafi verið gert að segja upp starfsfólki til þess að geta þegið bætur úr rekstrarstöðvunartryggingu. Starfsfólki sem hafi verið sérhæft í viðgerð á Apple-vörum. Síðar hafi tryggingarfélagið sagt að opna þyrfti á ný, þar sem aðstæður í Kringlunni leyfðu það. Flestar verslanir, sem þurfti að loka eftir brunann, voru opnaðar á ný í lok nóvember í fyrra. Hins vegar hafði áður verið greint frá því að verslun Eirbergs yrði ekki opnuð á ný og skömmu síðar að ballið væri búið hjá Maclandi sömuleiðis. „Að einhverju leyti er okkur skipað að opna, af því að við verðum auðvitað að opna til að standa við skuldbindingar. Þá vorum við búnir að segja upp sérhæfðu starfsfólki, ég stekk ekkert inn og fer að gera við einhverjar Apple-tölvur, það er ekki eins og við höfum verið að selja einfaldari hluti. Þar kom verst út auðvitað verkstæðið, þú opnar ekkert bara Apple-verkstæði, það var langur prósess að fá þetta. Þegar verkstæðið er farið og sérhæfingin sem mennirnir þar voru með, þá gekk þetta ekki upp,“ segir Guðfinnur. Starfsfólkið þegar fengið sitt Hann segir að starfsfólk hafi þegar fengið allar launakröfur greiddar, sem skipti mestu máli í þessu leiðinlega máli öllu saman. Þá voni hann að skiptastjóri nái að afla búinu nægra fjármuna, meðal annars með sölu vörumerkisins og innheimtu bótakrafna vegna brunans, til þess að unnt verði að gera upp við alla birgja. Loks segir hann að fyrsta verk eftir brunann hafi verið að reyna að bjarga gögnum viðskiptavina, enda hafi að meðaltali verið um fimmtíu tölvur á verkstæðinu á hverjum tíma. Í því verkefni hafi allir lagst á eitt, starfsfólk, birgjar og önnur fyrirtæki í bransanum. „Allir stóðu með okkur og mér skildist að við hefðum náð að bjarga öllu, held ég, ég ætla ekki alveg að segja það hundrað prósent, en ég man allavega ekki eftir því að það hafi komið kvörtun vegna þess.“
Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tryggingar Tengdar fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku. 21. nóvember 2024 10:15 „Það verða tómar hillur í smá stund“ Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. 20. júní 2024 20:22 Meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði. 19. júní 2024 18:57 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Opna verslanir í Kringlunni á ný Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku. 21. nóvember 2024 10:15
„Það verða tómar hillur í smá stund“ Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. 20. júní 2024 20:22
Meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði. 19. júní 2024 18:57