„Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:15 Guðbjörg Eyjólfsdóttir er formaður Járngerðar sem eru hollvinasamtök um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur. Fyrsti fundur var haldinn í mánuðinum og mættu um 200 manns á hann. Grindavík Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15
Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels