Á vef Veðurstofunnar segir að á fjallvegum færist úrkoman fljótt yfir í él. Hiti á landinu verður á bilinu þrjú til tíu stig.
„Norðaustan- og austanlands verður að mestu þurrt, þó má búast við að rigni allra austast fram á kvöld. Ágætlega hlýtt en fer kólnandi seinnipartinn, fyrst vestantil og að sama skapi dregur úr vindi.
Fremur hæg suðlæg átt og víða skúrir eða él á morgun,föstudag, en bjart á Norður- og Austurlandi og hiti 0 til 5 stig, Svipað veður á laugardag, en útlit fyrir heldur úrkomumeira veður á sunnudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él eða skúrir, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag: Hæg breytileg átt og dálítil él á norðanverðu landinu með hita kringum frostmark, annars skýjað með köflum, stöku skúrir eða slydduél og hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Dáítil rigning eða slydda sunnanlands og hiti 1 til 5 stig, en snjókoma af og til fyrir norðan með hita kringum frostmark.
Á mánudag og þriðjudag: Breytileg átt og úrkoma með köflum í flestum landshlutum. Hiti kringum frostmark, en allt að 6 stiga hiti sunnan heiða.
Á miðvikudag: Útlit fyrir suðaustanátt með úrkomu og heldur hlýnandi í bili.