Handbolti

Ís­lendingar í riðli með Fær­eyingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta stefna á að komast á annað Evrópumótið í röð.
Elín Klara Þorkelsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta stefna á að komast á annað Evrópumótið í röð. getty/Henk Seppen

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta verður í riðli með Svartfjallalandi, Portúgal og Færeyjum í undankeppni EM 2026. Dregið var í Cluj-Napoca í Rúmeníu í dag.

Tvö efstu liðin í riðlunum sex í undankeppninni komast á EM sem verður haldið í Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu og Tyrklandi 3.-20. desember 2026. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna komast einnig á EM.

Leikirnir sex í undankeppninni fara fram í þremur gluggum. Sá fyrsti er 15.-19. október 2025, annar glugginn 4.-8. mars 2026 og sá þriðji 8.-12. apríl 2026.

Ísland lék á EM í lok síðasta árs og endaði þar í 16. sæti af 24 liðum. Íslendingar unnu Úkraínumenn í riðlakeppninni en töpuðu fyrir Hollendingum og Þjóðverjum.

Ísland komst einnig á EM 2010 og 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×