„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 14:27 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að mennta- og barnamálaráðherra hafi bankað upp á hjá konu sem óskaði eftir fundi um ráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti barna- og menntamálaráðherra hafi verið meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Næstu skref séu einfaldlega þau að Flokkur fólksins velji sér nýjan ráðherra. Kristrún ræddi við fjölmiðla ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að loknum ríkisstjórnarfundi. Ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður heyrði í öðrum aðstoðarmanni Kristrún sagði að á þeim tíma sem bréf barst frá fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu hafi ekki þótt rétt að veita fund með forsætisráðherra þegar fundarbeiðnin barst. Ekki hefði verið tekin afstaða til málsins. Kristrún rifjaði upp að tölvupóstur hefði borist í forsætisráðuneytið þar sem var óskað eftir fundi með forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra. Þegar ekkert komi fram um fundarefni væri ekkert óeðlilegt að aðstoðarmaður forsætisráðherra hefði samband við aðstoðarmann mennta- og barnamálaráðherra og segði að áhugi væri á fundi sem mennta- og barnamálaráðherra mætti sitja, og benda á nafn þess sem sendir. Hvort ráðherra kannaðist við viðkomandi. Rétt er að taka fram að Ásthildur Lóa hefur sagt aðstoðarmann Kristrúnar hafa sýnt henni erindi konunnar í persónu. „Þær upplýsingar bárust til ráðherra hvort heldur sem er og nú ætla ég ekki að fara í hártoganir, hvort þetta hafi borist ráðherra beint eða aðstoðarmanni,“ sagði Kristrún innt eftir svörum um þetta misræmi í frásögnum forsætisráðuneytisins annars vegar og Ásthildar Lóu hins vegar. Kom henni á óvart Greint hefur verið frá því að eftir að Ásthildur Lóa fékk veður af erindi konunnar hafi hún haft samband við hana símleiðis og þegar það gekk ekki bankað upp á heima hjá henni. Kristrún var spurð hvort henni þætti þetta eðlileg viðbrögð. „Þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju né vitneskju neins innan míns ráðuneytis. Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð.“ Ítrekaði að vika væri síðan málið kom inn í ráðuneytið Kristrún segir að ákveðið hafi verið að hafna beiðni konunnar um fund með forsætisráðherra enda hafi þótt eðlilegt að málið færi í eðlilegan farveg áður en að því kæmi. Það sé víða farvegur, hvort sem það er í stjórnsýslunni, í fjölmiðlum, í gegnum lögræðinga eða eftir öðrum leiðum til þess að koma hlutum á framfæri. „Það er ekki endilega fyrsta stopp þegar svona mál koma upp, að fá einkafund með forsætisráðherra. Málið var hins vegar ekki afgreitt, það var ekki tekin afstaða til málsins, það er enn þá opið í málaskrá forsætisráðuneytisins. Ég ítreka það hérna inni, það er vika síðan þetta mál inn í ráðuneytið og núna hefur ráðherra sagt af sér.“ Hver eru næstu skref ráðuneytisins? „Ráðherra er búinn að segja af sér, hún hefur sætt pólitískri ábyrgð, hún hefur sagt upp hjá ríkisstjórn Íslands.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti barna- og menntamálaráðherra hafi verið meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Næstu skref séu einfaldlega þau að Flokkur fólksins velji sér nýjan ráðherra. Kristrún ræddi við fjölmiðla ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að loknum ríkisstjórnarfundi. Ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður heyrði í öðrum aðstoðarmanni Kristrún sagði að á þeim tíma sem bréf barst frá fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu hafi ekki þótt rétt að veita fund með forsætisráðherra þegar fundarbeiðnin barst. Ekki hefði verið tekin afstaða til málsins. Kristrún rifjaði upp að tölvupóstur hefði borist í forsætisráðuneytið þar sem var óskað eftir fundi með forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra. Þegar ekkert komi fram um fundarefni væri ekkert óeðlilegt að aðstoðarmaður forsætisráðherra hefði samband við aðstoðarmann mennta- og barnamálaráðherra og segði að áhugi væri á fundi sem mennta- og barnamálaráðherra mætti sitja, og benda á nafn þess sem sendir. Hvort ráðherra kannaðist við viðkomandi. Rétt er að taka fram að Ásthildur Lóa hefur sagt aðstoðarmann Kristrúnar hafa sýnt henni erindi konunnar í persónu. „Þær upplýsingar bárust til ráðherra hvort heldur sem er og nú ætla ég ekki að fara í hártoganir, hvort þetta hafi borist ráðherra beint eða aðstoðarmanni,“ sagði Kristrún innt eftir svörum um þetta misræmi í frásögnum forsætisráðuneytisins annars vegar og Ásthildar Lóu hins vegar. Kom henni á óvart Greint hefur verið frá því að eftir að Ásthildur Lóa fékk veður af erindi konunnar hafi hún haft samband við hana símleiðis og þegar það gekk ekki bankað upp á heima hjá henni. Kristrún var spurð hvort henni þætti þetta eðlileg viðbrögð. „Þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju né vitneskju neins innan míns ráðuneytis. Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð.“ Ítrekaði að vika væri síðan málið kom inn í ráðuneytið Kristrún segir að ákveðið hafi verið að hafna beiðni konunnar um fund með forsætisráðherra enda hafi þótt eðlilegt að málið færi í eðlilegan farveg áður en að því kæmi. Það sé víða farvegur, hvort sem það er í stjórnsýslunni, í fjölmiðlum, í gegnum lögræðinga eða eftir öðrum leiðum til þess að koma hlutum á framfæri. „Það er ekki endilega fyrsta stopp þegar svona mál koma upp, að fá einkafund með forsætisráðherra. Málið var hins vegar ekki afgreitt, það var ekki tekin afstaða til málsins, það er enn þá opið í málaskrá forsætisráðuneytisins. Ég ítreka það hérna inni, það er vika síðan þetta mál inn í ráðuneytið og núna hefur ráðherra sagt af sér.“ Hver eru næstu skref ráðuneytisins? „Ráðherra er búinn að segja af sér, hún hefur sætt pólitískri ábyrgð, hún hefur sagt upp hjá ríkisstjórn Íslands.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira
Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30
„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45
Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57