Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 20:23 Ólöf Björnsdóttir segist hafa sent erindið til forsætisráðherra í trúnaði. Skjáskot/RÚV Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. Konan er Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu, en hún var til viðtals á RÚV í kvöld. „Er algjör trúnaður þar?“ Hún segist hafa hringt í ráðuneytið og spurt hvert hún gæti sent tölvupóst þannig það væri fullur trúnaður um málið. Hún hafi fengið leiðbeiningar um það hvert hún gæti beint slíkum erindum. „Er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt, út um bí?“ segist Ólöf hafa spurt. „Algjör trúnaður,“ eru svörin sem hún fékk, að hennar sögn. Svo hafi hún sent svohljóðandi tölvupóst: „Góðan daginn. Ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á. Með kveðju, Ólöf Björnsdóttir.“ „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn. Ég er bara að benda Kristrúnu á það, að þegar hún er búin að fá að vita hvert málefnið er ... Ef að Kristrún vildi hitta mig og fá að vita efnið, þá mætti hún kalla Ásthildi inn, og ég myndi alveg Face-a hana (mæta henni) með þessum látum,“ segir Ólöf í viðtalinu. „Ég var að reyna koma því á að það væri málefni sem væri svolítið viðkvæmt og snerti hana, Ásthildi,“ segir Ólöf. Ólöf segir það hafa komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur hringdi svo í hana. Þá hafi það ekki síður komið á óvart þegar hún bankaði upp á heima hjá henni klukkan 22. „Ég var bara svo rasandi. Af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði: „hún veit nafnið þitt?“ eða „megum við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa samband við þig?“ Mér fannst ráðuneytið hafa brugðist algjörlega hafa brugðist frá a til ö. Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest,“ sagði Ólöf. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ Ólöf segir að hún hafi viljað að barnamálaráðherra segði af sér. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ segist hún hafa sagt við Ásthildi Lóu, þegar hún hringdi í Ólöfu. Ásthildur hafi svo reynt að útskýra það í 45 mínútna símtali að samband hennar Eiríks hefði verið öðruvísi en Ólöf héldi. „Ég vildi ekki hlusta,“ segir Ólöf. „Ég ætlaði samt að hlífa þessari konu. Ég var ekki búin að tala við hana þegar ég sendi erindið til Kristrúnar um að ég vildi hitta hana í fimm mínútur,“ segir Ólöf. Hún segist hafa viljað hlífa Eiríki, barnsföðurinum, og þess vegna hafi hún ekki blandað honum í málið. „Honum kemur þetta ekki við. Ég heyrði ekkert í honum, ég hringdi ekki í hann eða nokkurn skapaðan hlut en ég vildi samt að [dóttir Eiríks] segði honum að ég væri í þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við. Mér ofbýður.“ „Ég var að reyna koma á framfæri stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðuneyti af því að hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var að vernda hana [Ásthildi], með því að reyna fá fund með Kristrúnu .. og svo ætti hún bara að fara þegjandi, og málið væri bara dautt. Nei, ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka,“ segir Ólöf. Fréttin hefur verið uppfærð Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21 „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27 Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Konan er Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu, en hún var til viðtals á RÚV í kvöld. „Er algjör trúnaður þar?“ Hún segist hafa hringt í ráðuneytið og spurt hvert hún gæti sent tölvupóst þannig það væri fullur trúnaður um málið. Hún hafi fengið leiðbeiningar um það hvert hún gæti beint slíkum erindum. „Er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt, út um bí?“ segist Ólöf hafa spurt. „Algjör trúnaður,“ eru svörin sem hún fékk, að hennar sögn. Svo hafi hún sent svohljóðandi tölvupóst: „Góðan daginn. Ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á. Með kveðju, Ólöf Björnsdóttir.“ „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn. Ég er bara að benda Kristrúnu á það, að þegar hún er búin að fá að vita hvert málefnið er ... Ef að Kristrún vildi hitta mig og fá að vita efnið, þá mætti hún kalla Ásthildi inn, og ég myndi alveg Face-a hana (mæta henni) með þessum látum,“ segir Ólöf í viðtalinu. „Ég var að reyna koma því á að það væri málefni sem væri svolítið viðkvæmt og snerti hana, Ásthildi,“ segir Ólöf. Ólöf segir það hafa komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur hringdi svo í hana. Þá hafi það ekki síður komið á óvart þegar hún bankaði upp á heima hjá henni klukkan 22. „Ég var bara svo rasandi. Af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði: „hún veit nafnið þitt?“ eða „megum við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa samband við þig?“ Mér fannst ráðuneytið hafa brugðist algjörlega hafa brugðist frá a til ö. Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest,“ sagði Ólöf. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ Ólöf segir að hún hafi viljað að barnamálaráðherra segði af sér. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ segist hún hafa sagt við Ásthildi Lóu, þegar hún hringdi í Ólöfu. Ásthildur hafi svo reynt að útskýra það í 45 mínútna símtali að samband hennar Eiríks hefði verið öðruvísi en Ólöf héldi. „Ég vildi ekki hlusta,“ segir Ólöf. „Ég ætlaði samt að hlífa þessari konu. Ég var ekki búin að tala við hana þegar ég sendi erindið til Kristrúnar um að ég vildi hitta hana í fimm mínútur,“ segir Ólöf. Hún segist hafa viljað hlífa Eiríki, barnsföðurinum, og þess vegna hafi hún ekki blandað honum í málið. „Honum kemur þetta ekki við. Ég heyrði ekkert í honum, ég hringdi ekki í hann eða nokkurn skapaðan hlut en ég vildi samt að [dóttir Eiríks] segði honum að ég væri í þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við. Mér ofbýður.“ „Ég var að reyna koma á framfæri stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðuneyti af því að hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var að vernda hana [Ásthildi], með því að reyna fá fund með Kristrúnu .. og svo ætti hún bara að fara þegjandi, og málið væri bara dautt. Nei, ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka,“ segir Ólöf. Fréttin hefur verið uppfærð
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21 „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27 Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21
„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27
Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59