Tuchel skammaði Foden og Rashford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2025 10:02 Phil Foden lék sinn 44. landsleik í gær. ap/Alastair Grant Thomas Tuchel, þjálfara enska fótboltalandsliðsins, fannst Phil Foden og Marcus Rashford ekki spila nógu vel gegn Albaníu í gær. Tuchel stýrði enska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætti Albaníu á Wembley í undankeppni HM 2026 í gær. Englendingar unnu 2-0 sigur með mörkum frá Myles Lewis-Skelly og Harry Kane. Sá fyrrnefndi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrsta landsleiknum en Kane bætti enn markamet sitt fyrir enska landsliðið með sínu sjötugasta marki fyrir það. Þrátt fyrir sigurinn var Tuchel ekki alsáttur með frammistöðu enska liðsins í gær og tiltók sérstaklega kantmennina Foden og Rashford í því samhengi. „Báðir kantmennirnir sem byrjuðu höfðu ekki jafn mikil áhrif og þeir geta haft og hafa með sínum félagsliðum,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki alveg af hverju við áttum í vandræðum með að koma boltanum hraðar til þeirra, í opnari stöðum. Ég þarf að skoða leikinn. Okkur vantaði hlaup án bolta svo það var aðeins of mikið um sendingar og ekki nógu mikið um einleik. Við vorum ekki nógu ágengir upp við markið. Þeir hafa verið góðir með sínum félagsliðum undanfarnar vikur. Við höldum áfram að hvetja þá og búa til ramma fyrir þá svo þeir geti sýnt hvað í þeim býr.“ Rashford, sem er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United, var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands í heilt ár í gær. Hann lék þá sinn 61. landsleik. Foden hefur verið fastamaður í enska liðinu undanfarin misseri en ekki látið mikið að sér kveða. Hann hefur nú leikið sautján landsleiki í röð án þess að koma að marki. Næsti leikur Englands er gegn Lettlandi á mánudaginn. HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Tuchel stýrði enska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætti Albaníu á Wembley í undankeppni HM 2026 í gær. Englendingar unnu 2-0 sigur með mörkum frá Myles Lewis-Skelly og Harry Kane. Sá fyrrnefndi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrsta landsleiknum en Kane bætti enn markamet sitt fyrir enska landsliðið með sínu sjötugasta marki fyrir það. Þrátt fyrir sigurinn var Tuchel ekki alsáttur með frammistöðu enska liðsins í gær og tiltók sérstaklega kantmennina Foden og Rashford í því samhengi. „Báðir kantmennirnir sem byrjuðu höfðu ekki jafn mikil áhrif og þeir geta haft og hafa með sínum félagsliðum,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki alveg af hverju við áttum í vandræðum með að koma boltanum hraðar til þeirra, í opnari stöðum. Ég þarf að skoða leikinn. Okkur vantaði hlaup án bolta svo það var aðeins of mikið um sendingar og ekki nógu mikið um einleik. Við vorum ekki nógu ágengir upp við markið. Þeir hafa verið góðir með sínum félagsliðum undanfarnar vikur. Við höldum áfram að hvetja þá og búa til ramma fyrir þá svo þeir geti sýnt hvað í þeim býr.“ Rashford, sem er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United, var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands í heilt ár í gær. Hann lék þá sinn 61. landsleik. Foden hefur verið fastamaður í enska liðinu undanfarin misseri en ekki látið mikið að sér kveða. Hann hefur nú leikið sautján landsleiki í röð án þess að koma að marki. Næsti leikur Englands er gegn Lettlandi á mánudaginn.
HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02