Kvennaathvarfið á allra vörum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 10:53 Frá vinstri: Elísabet Sveinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir, Ásdís Rafnar, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Kristinsdóttur. Aðsend Átakið Á allra vörum á vegum Kvennaathvarfsins hófst í vikunni þegar fyrstu varasettin voru afhent upphafskonum Kvennaathvarfsins. Stefnt er að því að byggja nýtt Kvennaathvarf með átakinu „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“. Átakið Á allra vörum snýst um að vekja athygli á málefninu með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka. Í tilkynningu frá forsvarskonum átaksins Á allra vörum segir að bygging nýs athvarfs snerti hjörtu þeirra, og því hafi verið ákveðið að velja þetta mál, byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað. Það voru engar venjulegar konur sem stóðu að baki þessu magnaða athvarfi, og okkur langar að heiðra þær sérstaklega í upphafi þessa átaks og sýna þeim bæði þakklæti og heiður, ásamt því að afhenda þeim fyrstu varasettin,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, Á allra vörum. „Þetta eru þær Hildigunnur Ólafsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ásdís Rafnar og Álfheiður Ingadóttir sem fóru fyrir stærri hópi kvenna, en margar þeirra eru fallnar frá.“ „Hugmyndin að stofnun Kvennaathvarfs kom fyrst fram í hópi innan Kvennaframboðsins í Reykjavík, sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum árið 1982. Markmiðið var að koma á laggirnar athvarfi fyrir konur sem ekki gátu dvalist á eigin heimili vegna ofbeldis.“ „Hópurinn komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að tengja stofnun kvennaathvarfs við kosningabaráttuna, þar sem málefnið var raunverulega óháð stjórnmálaskoðunum. Því var ákveðið að stofnun Kvennaathvarfs yrði þverpólitísk aðgerð. Í upphafi var lögð áhersla á að skoða ofbeldi gegn konum af hálfu maka þeirra í samhengi við veika stöðu kvenna og undirokun þeirra í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. „Varasettunum okkar hefur alltaf verið vel tekið og við finnum gríðarlegan meðbyr núna, enda málefnið mjög þarft,“ segir Guðný Pálsdóttir, í forsvari fyrir átakið Á allra vörum. „Þetta er í 10. sinn sem við veljum málefni og setjum kastljósið á það. Bygging nýs athvarfs snerti hjörtun okkar, og því ákváðum við að velja þetta mál. Vonandi náum við að fjármagna lokahnikkinn í byggingunni sem mun hýsa þessa mikilvægu starfsemi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einnig í forsvari fyrir Á allra vörum. Kvennaathvarfið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
Átakið Á allra vörum snýst um að vekja athygli á málefninu með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka. Í tilkynningu frá forsvarskonum átaksins Á allra vörum segir að bygging nýs athvarfs snerti hjörtu þeirra, og því hafi verið ákveðið að velja þetta mál, byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað. Það voru engar venjulegar konur sem stóðu að baki þessu magnaða athvarfi, og okkur langar að heiðra þær sérstaklega í upphafi þessa átaks og sýna þeim bæði þakklæti og heiður, ásamt því að afhenda þeim fyrstu varasettin,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, Á allra vörum. „Þetta eru þær Hildigunnur Ólafsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ásdís Rafnar og Álfheiður Ingadóttir sem fóru fyrir stærri hópi kvenna, en margar þeirra eru fallnar frá.“ „Hugmyndin að stofnun Kvennaathvarfs kom fyrst fram í hópi innan Kvennaframboðsins í Reykjavík, sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum árið 1982. Markmiðið var að koma á laggirnar athvarfi fyrir konur sem ekki gátu dvalist á eigin heimili vegna ofbeldis.“ „Hópurinn komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að tengja stofnun kvennaathvarfs við kosningabaráttuna, þar sem málefnið var raunverulega óháð stjórnmálaskoðunum. Því var ákveðið að stofnun Kvennaathvarfs yrði þverpólitísk aðgerð. Í upphafi var lögð áhersla á að skoða ofbeldi gegn konum af hálfu maka þeirra í samhengi við veika stöðu kvenna og undirokun þeirra í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. „Varasettunum okkar hefur alltaf verið vel tekið og við finnum gríðarlegan meðbyr núna, enda málefnið mjög þarft,“ segir Guðný Pálsdóttir, í forsvari fyrir átakið Á allra vörum. „Þetta er í 10. sinn sem við veljum málefni og setjum kastljósið á það. Bygging nýs athvarfs snerti hjörtun okkar, og því ákváðum við að velja þetta mál. Vonandi náum við að fjármagna lokahnikkinn í byggingunni sem mun hýsa þessa mikilvægu starfsemi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einnig í forsvari fyrir Á allra vörum.
Kvennaathvarfið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira