„Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 00:23 Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari og formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands gagnrýndi Úlfar Lúðvíksson harðlega í ræðu sinni við viðtökur á verðlaunum fyrir mynd ársins 2024. Fjölmiðlar hafi gert mikinn óleik að hafa hlýtt yfirvaldinu. Vísir/Vilhelm/Vilhelm Formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands segir duttlunga Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hafa gert það að verkum að einn stærsti fréttaviðburður síðustu áratuga, tæming Grindvíkinga á húsum sínum, var nánast ekkert ljósmyndaður. Slík embættisafglöp megi ekki endurtaka sig. Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gagnrýndi Úlfar í ræðu sinni eftir að hafa tekið á móti verðlaunum fyrir mynd ársins 2024 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, meinaði fjölmiðlafólki að fara inn í Grindavík í nóvember 2023 þegar Grindvíkingar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Öllum fjölmiðlum nema einum var þá meinaður aðgangur að svæðinu og átti þessi eini fjölmiðill að deila myndefni með öðrum miðlum. Rökstuðningur lögreglunnar var að um viðkvæmar aðgerðir væri að ræða og að vernda þyrfti íbúa og viðbragðsaðila en Blaðamannafélagið kærði ákvörðun lögreglustjórans til dómsmálaráðuneytisins. Sjá einnig: Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum Í febrúar 2024 fengu bæjarbúar Grindavíkur að vitja eigna sinna í nokkra daga í allt að sex klukkutíma í senn án eftirlits, og var þeim hleypt inn í bæinn í hópum. Var fjölmiðlum þá algjörlega meinaður aðgangur að svæðinu. Þessa ákvörðun tók Golli fyrir og gagnrýndi í ræðu sinni. Einum embættismanni fannst nóg komið „Þrátt fyrir að það hangi hundrað magnaðar fréttamyndir upp á veggjunum er samt ekki ein einasta mynd af stærsta fréttaatburði síðasta áratugs á Íslandi hér inni. Það er ekki dómefndunum að kenna því það kom engin þannig mynd til dómnefndarinnar,“ sagði Golli í upphafi ræðu sinnar. Hann sagði ástæðuna vera einfalda en um leið skelfilega fyrir fjölmiðla á Íslandi, ömurlega fyrir samfélagið og hræðilega fyrir sögu og menningu þjóðarinnar. „Ástæðan er sú að yfirvaldinu, einum embættismanni á Reykjanesi fannst við hafa myndað nóg. Það vantaði bara ekkert upp á heimildaöflun, það væri komið gott, það væri engin ástæða til að við fengjum að fylgja hundruðum íbúa Grindavíkur inn í bæinn dagana sem þeir tæmdu húsin sín, dagana sem þeir yfirgáfu margir heimili sín í síðasta sinn,“ sagði Golli í ræðunni. „Embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig“ „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi. Ástæðan var ekki til að tryggja öryggi okkar, það voru hundruðir manns inni í bænum á sama tíma. Þetta voru bara duttlungar eins manns með ofurvald á svæðinu,“ sagði hann. „Þetta er skandall, þetta er hreinn skandall. Við getum ekki leyft þjóðfélag þar sem pirraður embættismaður segir fjölmiðlafólki að það sé búið að ná í nægar upplýsingar, finna nægar sögur, fá nægar frásagnir og smella nægum myndum en hefur um leið vald til að halda okkur frá því sem þarf til að nauðsynlega dókúmentera.“ Sagði Golli að með því að hlýða slíku yfirvaldi værum við að gera samfélagi okkar og framtíð óleik. „Það getur vel verið að margir Grindvíkingar hafi á þessum tíma verið pirraðir út í fjölmiðla og einhverjir hvatt lögreglustjórann til að halda okkur frá. En það er algjörlega á hreinu að sagan mun ekki dæma okkur fyrir að hafa myndað of margar myndir og nógu margar myndir af því sem þarna gekk á þessa örlagaríku daga,“ sagði Golli. „Þegar loks jörðin hættir að rísa, hraunið að renna og rykið fellur þá áttar þjóðin sig á því að þetta voru embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig.“ Loks sagði hann að Íslendingar skulduðu framtíðinni að geta sagt sögu samtímans á skilmerkilegan hátt án þess að notað væri til þess myndefni búið til af gervigreind. Nógu erfið væri baráttan við falsið og gervið. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að Kjartan hefði í ræðu sinni fjallað um takmarkanir á aðgengi fjölmiðla að Grindavík í nóvember 2023. Hann átti hins vegar við takmarkanir þremur mánuðum síðar í febrúar 2024. Fjölmiðlar Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira
Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gagnrýndi Úlfar í ræðu sinni eftir að hafa tekið á móti verðlaunum fyrir mynd ársins 2024 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, meinaði fjölmiðlafólki að fara inn í Grindavík í nóvember 2023 þegar Grindvíkingar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Öllum fjölmiðlum nema einum var þá meinaður aðgangur að svæðinu og átti þessi eini fjölmiðill að deila myndefni með öðrum miðlum. Rökstuðningur lögreglunnar var að um viðkvæmar aðgerðir væri að ræða og að vernda þyrfti íbúa og viðbragðsaðila en Blaðamannafélagið kærði ákvörðun lögreglustjórans til dómsmálaráðuneytisins. Sjá einnig: Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum Í febrúar 2024 fengu bæjarbúar Grindavíkur að vitja eigna sinna í nokkra daga í allt að sex klukkutíma í senn án eftirlits, og var þeim hleypt inn í bæinn í hópum. Var fjölmiðlum þá algjörlega meinaður aðgangur að svæðinu. Þessa ákvörðun tók Golli fyrir og gagnrýndi í ræðu sinni. Einum embættismanni fannst nóg komið „Þrátt fyrir að það hangi hundrað magnaðar fréttamyndir upp á veggjunum er samt ekki ein einasta mynd af stærsta fréttaatburði síðasta áratugs á Íslandi hér inni. Það er ekki dómefndunum að kenna því það kom engin þannig mynd til dómnefndarinnar,“ sagði Golli í upphafi ræðu sinnar. Hann sagði ástæðuna vera einfalda en um leið skelfilega fyrir fjölmiðla á Íslandi, ömurlega fyrir samfélagið og hræðilega fyrir sögu og menningu þjóðarinnar. „Ástæðan er sú að yfirvaldinu, einum embættismanni á Reykjanesi fannst við hafa myndað nóg. Það vantaði bara ekkert upp á heimildaöflun, það væri komið gott, það væri engin ástæða til að við fengjum að fylgja hundruðum íbúa Grindavíkur inn í bæinn dagana sem þeir tæmdu húsin sín, dagana sem þeir yfirgáfu margir heimili sín í síðasta sinn,“ sagði Golli í ræðunni. „Embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig“ „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi. Ástæðan var ekki til að tryggja öryggi okkar, það voru hundruðir manns inni í bænum á sama tíma. Þetta voru bara duttlungar eins manns með ofurvald á svæðinu,“ sagði hann. „Þetta er skandall, þetta er hreinn skandall. Við getum ekki leyft þjóðfélag þar sem pirraður embættismaður segir fjölmiðlafólki að það sé búið að ná í nægar upplýsingar, finna nægar sögur, fá nægar frásagnir og smella nægum myndum en hefur um leið vald til að halda okkur frá því sem þarf til að nauðsynlega dókúmentera.“ Sagði Golli að með því að hlýða slíku yfirvaldi værum við að gera samfélagi okkar og framtíð óleik. „Það getur vel verið að margir Grindvíkingar hafi á þessum tíma verið pirraðir út í fjölmiðla og einhverjir hvatt lögreglustjórann til að halda okkur frá. En það er algjörlega á hreinu að sagan mun ekki dæma okkur fyrir að hafa myndað of margar myndir og nógu margar myndir af því sem þarna gekk á þessa örlagaríku daga,“ sagði Golli. „Þegar loks jörðin hættir að rísa, hraunið að renna og rykið fellur þá áttar þjóðin sig á því að þetta voru embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig.“ Loks sagði hann að Íslendingar skulduðu framtíðinni að geta sagt sögu samtímans á skilmerkilegan hátt án þess að notað væri til þess myndefni búið til af gervigreind. Nógu erfið væri baráttan við falsið og gervið. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að Kjartan hefði í ræðu sinni fjallað um takmarkanir á aðgengi fjölmiðla að Grindavík í nóvember 2023. Hann átti hins vegar við takmarkanir þremur mánuðum síðar í febrúar 2024.
Fjölmiðlar Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira