Mennta- og barnamálaráðuneytið greinir frá þessu í tilkynningu.
Þar segir að sendinefndir OECD og Education International (alþjóðlegu kennarasamtökunum) muni ræða málefni kennara og menntaumbætur ásamt menntamálaráðherrum og kennaraforystu landanna sem sækja fundinn.
Um er að ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði menntamála sem haldinn hefur verið á Íslandi.
Í tilkynningunni segir eftirfarandi um fundinn:
- 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa
- 26 sendinefndir mæta á viðburðinn, þ.m.t. sendinefnd OECD og Education International
- Um 200 þátttakendur frá 24 ríkjum
- Leiðir saman æðstu valdhafa á sviði menntamála ásamt leiðtogum kennaraforystunnar frá löndum sem standa framarlega í menntamálum í viðræður um menntaumbætur
- Auk ráðherranna sækja nafntogaðir leiðtogar á sviði menntamála fundinn á borð við Dr. Mugwena Maluleke, forseta Education International, og Andreas Schleicher, yfirmanns menntamála hjá OECD – nánari upplýsingar undir Biographies
- Haldinn árlega frá 2011, nú í fyrsta sinn á Íslandi
- ISTP stendur fyrir International Summit on the Teaching Profession
- Vefur ISTP 2025, með nánari upplýsingum um dagskrá og viðfangsefnið
Nýr menntamálaráðherra kynntur á eftir
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér ráðherraembætti síðastliðinn fimmtudag.
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag, klukkan 15 og sá síðari klukkan 15:15.
Gera má ráð fyrir að á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu lausn úr embætti. Jafnframt má gera ráð fyrir að á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður.
Greint hefur verið frá því að Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, verði nýr barna- og menntamálaráðherra. Hann vildi sjálfur ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en sagðist vera á leiðinni á fund.