Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 11:08 Jón Gnarr tók mynd af skemmdarverkunum sem unnin voru á Teslunni í nótt. Búið er að merkja bílinn með fasista-límmiða. Instagram/Vilhelm Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum. Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum.
Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira