Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 11:08 Jón Gnarr tók mynd af skemmdarverkunum sem unnin voru á Teslunni í nótt. Búið er að merkja bílinn með fasista-límmiða. Instagram/Vilhelm Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum. Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum.
Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira