Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 12:30 Bingóið fer fram á mánudögum og mæta vanalega dyggir fastagestir. Bingó Flokks fólksins fer fram í sal flokksins í Grafarvogskirkju við Fjörgyn klukkan 13 eins og alla aðra mánudaga. Bingóstjórinn segir flokkinn standa sína plikt við grasrótina þó gusti um hann í fjölmiðlum. Birgir Jóhann Birgisson, bingóstjóri og starfsmaður Flokks fólksins, segir í samtali við fréttastofu að bingóið sé vikulegt og fyrst og fremst hugsað fyrir eldri konur í grasrót flokksins. Birgir Jóhann er bingóstjóri og hellir upp á kaffi. Birgir bingóstjóri segir umfjöllun um flokkinn í fjölmiðlum síðustu daga engin áhrif hafa á bingóið. Flokkurinn standi sína plikt gagnvart grasrótinni. Bingóið sé ekki til hagnaðar heldur skemmtunar. Vanalega mæti á bilinu sjö til níu eldri konur í bingóið. „Við erum bara að reyna að hafa svolítið gaman stundum. Grasrótin þarf að nærast og það er gert svona,“ segir hann. Þrátt fyrir það eru allir hjartanlega velkomnir á bingóið en spjaldið kostar fimm hundruð krónur. Lengd bingósins velti á spilurum „Það eru fimmþúsund krónur í verðlaun í lokin en það eru þúsund krónur í verðlaun ef þú vinnur eitt spjald,“ segir Birgir um verðlaunin. Spilaðar verða nokkrar umferðir en Birgir segir að það velti dálítið á stemmingunni og þoli þátttakenda hverju sinni hversu margar þær verði. „Við tökum fyrst H, síðan zetuna, lítinn hring og allt spjaldið,“ segir Birgir. „Allavega fjórar umferðir sem við tökum en það er svolítið undir konunum komið og hvernig stemmingin er.“ Á boðstólnum verður kaffi en svo koma þátttakendur stundum með veitingar að heiman. Að sögn Birgis ætlar ein konan að koma með eggjasalat í dag og verður boðið upp á Ritz-kex með því. Flokkur fólksins Fjárhættuspil Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Birgir Jóhann Birgisson, bingóstjóri og starfsmaður Flokks fólksins, segir í samtali við fréttastofu að bingóið sé vikulegt og fyrst og fremst hugsað fyrir eldri konur í grasrót flokksins. Birgir Jóhann er bingóstjóri og hellir upp á kaffi. Birgir bingóstjóri segir umfjöllun um flokkinn í fjölmiðlum síðustu daga engin áhrif hafa á bingóið. Flokkurinn standi sína plikt gagnvart grasrótinni. Bingóið sé ekki til hagnaðar heldur skemmtunar. Vanalega mæti á bilinu sjö til níu eldri konur í bingóið. „Við erum bara að reyna að hafa svolítið gaman stundum. Grasrótin þarf að nærast og það er gert svona,“ segir hann. Þrátt fyrir það eru allir hjartanlega velkomnir á bingóið en spjaldið kostar fimm hundruð krónur. Lengd bingósins velti á spilurum „Það eru fimmþúsund krónur í verðlaun í lokin en það eru þúsund krónur í verðlaun ef þú vinnur eitt spjald,“ segir Birgir um verðlaunin. Spilaðar verða nokkrar umferðir en Birgir segir að það velti dálítið á stemmingunni og þoli þátttakenda hverju sinni hversu margar þær verði. „Við tökum fyrst H, síðan zetuna, lítinn hring og allt spjaldið,“ segir Birgir. „Allavega fjórar umferðir sem við tökum en það er svolítið undir konunum komið og hvernig stemmingin er.“ Á boðstólnum verður kaffi en svo koma þátttakendur stundum með veitingar að heiman. Að sögn Birgis ætlar ein konan að koma með eggjasalat í dag og verður boðið upp á Ritz-kex með því.
Flokkur fólksins Fjárhættuspil Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira