Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. mars 2025 17:01 Brynja Péturs með nemendum á árlegum Hiphop Weekend viðburði í Malmö í nóvember 2024. Brynja Pétursdóttir einn frægasti danskennari landsins segir sitt fólk hafa fagnað vel og innilega þegar hún tilkynnti þeim að von væru á einum frægustu dönsurum í heimi í Hiphop senunni, hollensku systrunum Norah, Yarah og Rosa til Íslands. Þær héldu þriggja daga námskeið hjá Dans Brynju Péturs fyrr í mánuðinum. Hollensku systurnar eru með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Brynja segir í samtali við Vísi að þær séu skemmtilegt dæmi um það þegar raunveruleg gæði og miklar vinsældir fari saman. Það er hefð hjá Brynju að fá gestakennara reglulega til landsins en hún segir það hafa komið nemendum skólans vel á óvart að það væru systurnar sem væru á leiðinni til landsins. „Það var ótrúlega gaman að svipta hulunni af því hver væri að koma, það voru gríðarleg fagnaðarlæti og spenna þegar ég sagði þeim að það væru þær Norah, Yarah og Rosa,“ segir Brynja hlæjandi. Hún segir systurnar hafa dansað frá unga aldri og sinnt honum allar götur síðan. Sjá má systurnar dansa í Instagram færslunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Dans Brynju Péturs (@dansbrynjupeturs) Brynja útskýrir að það geti verið erfitt að komast í góða Hiphop danstíma, því vinsældir dansstílsins séu svo miklar. Auðvelt sé að auglýsa Hiphop námskeið og fylla þau á nafninu einu saman vegna eftirspurnar. „Systurnar koma inn í zeitgeistið með hárfína danstækni og þykkt groove - sem er einmitt aðalsmerki Hiphop stílsins. Þeirra viðvera hefur sett „alvöru Hiphop dans“ aftur í forgrunninn og eflt samfélagið svo um munar.“ Vinsælasta dansformið Brynja segir að þau í Dans Brynju Péturs sérhæfi sig í kennslu á góðum dangsrunni og réttri tækni í Hiphop og fjölbreyttum Street stílum líkt og Dancehall, Top Rock, Waacking og Popping. „Þó almenningur kannast mögulega ekki við nöfnin á þessum stílum þá eru þetta einhver vinsælustu dansform dagsins í dag og sjást í myndböndum og á tónleikaferðalögum hjá Chris Brown, Rihanna, Kendrick Lamar, Doechii og fleiri tónlistarmönnum.“ Sjálf hefur Brynja lært hjá frumkvöðlum á sviðinu síðan 2007. Mörg þeirra hafi komið til Íslands að kenna við dansskólann frá árinu 2012. Þar segir Brynja að risanöfn hafi verið á ferðinni, meðal annars danshöfundar Michael Jackson, Janet Jackson, Mariah Carey, Beyoncé, Cardi B og fleiri listamanna. Íslenskir dansarar með framúrskarandi Hiphop bakgrunn „Það urðu til mörg „bucket list móment“ þegar fólkið okkar dansaði með Norah, Yarah og Rosa um helgina og er auðsjáanlegt að íslenskir dansarar eru einstaklega sterkir og komin langt í sinni dansþjálfun. Það var eflandi fyrir þau að finna afrakstur vinnu sinnar eftir að hafa æft til fjölda ára og standa nú við hliðina á fyrirmyndunum sínum og gefa þeim lítið eftir.“ Brynja segir dansskólann stefna á að halda áfram góðum tengslum við systurnar. Það hafi verið frábær stemning á meðan þær kenndu dansinn, meðal annars var haldið í dagsferð og út að borða. „Næst sjáum við þær í júlí í New York á metnaðarfullu tveggja vikna námskeiði með frumkvöðlum Hiphop og House stílanna, sem öll eru frá New York. Þarnæst sjáum við þær í nóvember í Malmö þar sem við keppum með atriði og tökum þátt í böttlum. Svo þarf að plana næstu Íslandsheimsókn!“ Dans Tengdar fréttir Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. 16. október 2024 13:03 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hollensku systurnar eru með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Brynja segir í samtali við Vísi að þær séu skemmtilegt dæmi um það þegar raunveruleg gæði og miklar vinsældir fari saman. Það er hefð hjá Brynju að fá gestakennara reglulega til landsins en hún segir það hafa komið nemendum skólans vel á óvart að það væru systurnar sem væru á leiðinni til landsins. „Það var ótrúlega gaman að svipta hulunni af því hver væri að koma, það voru gríðarleg fagnaðarlæti og spenna þegar ég sagði þeim að það væru þær Norah, Yarah og Rosa,“ segir Brynja hlæjandi. Hún segir systurnar hafa dansað frá unga aldri og sinnt honum allar götur síðan. Sjá má systurnar dansa í Instagram færslunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Dans Brynju Péturs (@dansbrynjupeturs) Brynja útskýrir að það geti verið erfitt að komast í góða Hiphop danstíma, því vinsældir dansstílsins séu svo miklar. Auðvelt sé að auglýsa Hiphop námskeið og fylla þau á nafninu einu saman vegna eftirspurnar. „Systurnar koma inn í zeitgeistið með hárfína danstækni og þykkt groove - sem er einmitt aðalsmerki Hiphop stílsins. Þeirra viðvera hefur sett „alvöru Hiphop dans“ aftur í forgrunninn og eflt samfélagið svo um munar.“ Vinsælasta dansformið Brynja segir að þau í Dans Brynju Péturs sérhæfi sig í kennslu á góðum dangsrunni og réttri tækni í Hiphop og fjölbreyttum Street stílum líkt og Dancehall, Top Rock, Waacking og Popping. „Þó almenningur kannast mögulega ekki við nöfnin á þessum stílum þá eru þetta einhver vinsælustu dansform dagsins í dag og sjást í myndböndum og á tónleikaferðalögum hjá Chris Brown, Rihanna, Kendrick Lamar, Doechii og fleiri tónlistarmönnum.“ Sjálf hefur Brynja lært hjá frumkvöðlum á sviðinu síðan 2007. Mörg þeirra hafi komið til Íslands að kenna við dansskólann frá árinu 2012. Þar segir Brynja að risanöfn hafi verið á ferðinni, meðal annars danshöfundar Michael Jackson, Janet Jackson, Mariah Carey, Beyoncé, Cardi B og fleiri listamanna. Íslenskir dansarar með framúrskarandi Hiphop bakgrunn „Það urðu til mörg „bucket list móment“ þegar fólkið okkar dansaði með Norah, Yarah og Rosa um helgina og er auðsjáanlegt að íslenskir dansarar eru einstaklega sterkir og komin langt í sinni dansþjálfun. Það var eflandi fyrir þau að finna afrakstur vinnu sinnar eftir að hafa æft til fjölda ára og standa nú við hliðina á fyrirmyndunum sínum og gefa þeim lítið eftir.“ Brynja segir dansskólann stefna á að halda áfram góðum tengslum við systurnar. Það hafi verið frábær stemning á meðan þær kenndu dansinn, meðal annars var haldið í dagsferð og út að borða. „Næst sjáum við þær í júlí í New York á metnaðarfullu tveggja vikna námskeiði með frumkvöðlum Hiphop og House stílanna, sem öll eru frá New York. Þarnæst sjáum við þær í nóvember í Malmö þar sem við keppum með atriði og tökum þátt í böttlum. Svo þarf að plana næstu Íslandsheimsókn!“
Dans Tengdar fréttir Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. 16. október 2024 13:03 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. 16. október 2024 13:03
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“