Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Oddur Ævar Gunnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2025 07:02 Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann ætla sér stóra hluti í garðslættinum í sumar. vísir/Anton Brink Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar. „Við stofnuðum fyrirtækið í lok árs 2023 og fórum svo af stað með reksturinn síðasta sumar og það gekk alveg vonum framar hjá okkur. Við þurftum að loka á nýja viðskiptavini hjá okkur af því við vorum að fara af stað og vildum passa að við gætum þjónustað alla viðskiptavini okkar nákvæmlega eins og við vildum gera,“ útskýra strákarnir. Þeir mættu í Bítið á Bylgjuna og ræddu fyrirtækið. Langir dagar og mikill lærdómur Þeir strákar fara yfir víðan völl í Bítinu og útskýra að þeir hafi lært mikið síðasta sumar við að halda úti þjónustu fyrirtækisins. Þeir segja dagana hafa verið langa en viðskiptavinir gera samninga og fá svo slátturóbot og hleðslustöð yfir sumarið, sem strákarnir sjá alfarið um. „En við lærðum rosa margt og teljum okkur þekkja þessa róbota mjög vel í dag, erum fljótir að spotta ef það er eitthvað, það eru allskonar vandamál sem geta komið upp með þá og þá náttúrulega tekur okkur engan tíma að laga þá.“ Arngrímur og Andri eru vinir og skólafélagar í Verzló.Vísir/Anton Brink Þeir Arngrímur og Andri segja að hugmyndin hafi kviknað fyrir rúmum þremur árum síðan. Ári áður, sumarið 2021 hafði pabbi Arngríms fengið sér svona slátturóbot. Arngrímur segist hafa verið fljótur að sjá mun á garðinum. „Sumarið 2022 var ég byrjaður að chippa í garðinum því hann var bara byrjaður að líta út eins og golfvöllur. Út frá þeessu höfðum við Andri talað um að búa eitthvað til saman og ég sá þetta sem kjörið tækifæri að hanna eitthvað þjónustumódel í kringum slátturóbotana þannig við ákváðum að fara að leigja þá út.“ Slegið á hverjum degi Róbotarnir eru frá sænska framleiðandanum Huskvarna og segja strákarnir í Bítinu að þeir hafi fjármagnað kaupin á þeim sjálfir. Viðskiptavinir séu af allskyns gerðum, einstaklingar, húsfélög, fyrirtæki og sveitarfélög. Róbotarnir sömuleiðis en strákarnir segja þá geta slegið grasbletti frá 400 fermetrum og upp í fimmtíu þúsund. Þeir voru með tíu róbota í þjónustu í fyrrasumar en stefna á að fjörutíu í sumar. „Það sem gerir slátturóbotona að svona mikilli snilld er líka bara að þeir slá á hverjum einasta degi og þeir slá það oft að grasið fellur ofan í jarðveginn og nýtist sem áburður, þannig að það er engin þörf á því að farga grasinu,“ segja strákarnir. Þeir taka fram að þeir séu nú í óðaönn við að taka við skilaboðum frá áhugasömum viðskiptavinum. Þeir ætla að einbeita sér að því að tryggja góða þjónustu í sumar og íhuga svo hvort þeir geti einhvern veginn útvíkkað starfsemina. Erfitt að bera saman verð „Það verður mikið að gera og allskonar sem getur komið upp, þannig við ætlum að taka fund eftir sumarið. Við viljum ekki vera í allt of mörgu í einu á meðan róbotarnir eru að vinna og það er mikið að gera.“ Þeir segjast í samtali við Vísi þó stefna á útskriftarferðina með Verzló í sumar enda séu þeir komnir með trausta aðila til að standa vaktina á meðan þeir njóti lífsins með samstúdentum erlendis. Þeir séu ekki byrjaðir að mala gull enda leggi þeir áherslu á að byggja upp traust viðskiptavina og stækka jafnt og þétt. Spurðir út í verð segjast þeir gera tilboð í hvern og einn garð fyrir sig enda séu þeir ólíkir. Þá verði að hafa í huga í verðsamanburði að á meðan aðrir bjóði upp á garðslátt nokkrum sinnum yfir sumarið þá sé grasið slegið á hverjum degi með róbotum. Ekki þurfi að raka heldur falli agnarsmáu afklippurnar daglega niður í grasið og virki sem áburður. Dæmi séu um að garðar hafi tekið fallega við sér síðasta sumar sökum þessa og vonandi bætist fleiri í hópinn. Garðyrkja Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Við stofnuðum fyrirtækið í lok árs 2023 og fórum svo af stað með reksturinn síðasta sumar og það gekk alveg vonum framar hjá okkur. Við þurftum að loka á nýja viðskiptavini hjá okkur af því við vorum að fara af stað og vildum passa að við gætum þjónustað alla viðskiptavini okkar nákvæmlega eins og við vildum gera,“ útskýra strákarnir. Þeir mættu í Bítið á Bylgjuna og ræddu fyrirtækið. Langir dagar og mikill lærdómur Þeir strákar fara yfir víðan völl í Bítinu og útskýra að þeir hafi lært mikið síðasta sumar við að halda úti þjónustu fyrirtækisins. Þeir segja dagana hafa verið langa en viðskiptavinir gera samninga og fá svo slátturóbot og hleðslustöð yfir sumarið, sem strákarnir sjá alfarið um. „En við lærðum rosa margt og teljum okkur þekkja þessa róbota mjög vel í dag, erum fljótir að spotta ef það er eitthvað, það eru allskonar vandamál sem geta komið upp með þá og þá náttúrulega tekur okkur engan tíma að laga þá.“ Arngrímur og Andri eru vinir og skólafélagar í Verzló.Vísir/Anton Brink Þeir Arngrímur og Andri segja að hugmyndin hafi kviknað fyrir rúmum þremur árum síðan. Ári áður, sumarið 2021 hafði pabbi Arngríms fengið sér svona slátturóbot. Arngrímur segist hafa verið fljótur að sjá mun á garðinum. „Sumarið 2022 var ég byrjaður að chippa í garðinum því hann var bara byrjaður að líta út eins og golfvöllur. Út frá þeessu höfðum við Andri talað um að búa eitthvað til saman og ég sá þetta sem kjörið tækifæri að hanna eitthvað þjónustumódel í kringum slátturóbotana þannig við ákváðum að fara að leigja þá út.“ Slegið á hverjum degi Róbotarnir eru frá sænska framleiðandanum Huskvarna og segja strákarnir í Bítinu að þeir hafi fjármagnað kaupin á þeim sjálfir. Viðskiptavinir séu af allskyns gerðum, einstaklingar, húsfélög, fyrirtæki og sveitarfélög. Róbotarnir sömuleiðis en strákarnir segja þá geta slegið grasbletti frá 400 fermetrum og upp í fimmtíu þúsund. Þeir voru með tíu róbota í þjónustu í fyrrasumar en stefna á að fjörutíu í sumar. „Það sem gerir slátturóbotona að svona mikilli snilld er líka bara að þeir slá á hverjum einasta degi og þeir slá það oft að grasið fellur ofan í jarðveginn og nýtist sem áburður, þannig að það er engin þörf á því að farga grasinu,“ segja strákarnir. Þeir taka fram að þeir séu nú í óðaönn við að taka við skilaboðum frá áhugasömum viðskiptavinum. Þeir ætla að einbeita sér að því að tryggja góða þjónustu í sumar og íhuga svo hvort þeir geti einhvern veginn útvíkkað starfsemina. Erfitt að bera saman verð „Það verður mikið að gera og allskonar sem getur komið upp, þannig við ætlum að taka fund eftir sumarið. Við viljum ekki vera í allt of mörgu í einu á meðan róbotarnir eru að vinna og það er mikið að gera.“ Þeir segjast í samtali við Vísi þó stefna á útskriftarferðina með Verzló í sumar enda séu þeir komnir með trausta aðila til að standa vaktina á meðan þeir njóti lífsins með samstúdentum erlendis. Þeir séu ekki byrjaðir að mala gull enda leggi þeir áherslu á að byggja upp traust viðskiptavina og stækka jafnt og þétt. Spurðir út í verð segjast þeir gera tilboð í hvern og einn garð fyrir sig enda séu þeir ólíkir. Þá verði að hafa í huga í verðsamanburði að á meðan aðrir bjóði upp á garðslátt nokkrum sinnum yfir sumarið þá sé grasið slegið á hverjum degi með róbotum. Ekki þurfi að raka heldur falli agnarsmáu afklippurnar daglega niður í grasið og virki sem áburður. Dæmi séu um að garðar hafi tekið fallega við sér síðasta sumar sökum þessa og vonandi bætist fleiri í hópinn.
Garðyrkja Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira