Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 07:34 Stærstur hluti þeirra sem fékk dánaraðstoð í fyrra þjáðist af langvinnum sjúkdóm á borð við krabbamein. Getty Einstaklingum sem fengu dánaraðstoð fjölgaði um tíu prósent í Hollandi í fyrra. Alls fengu 9.958 dánaraðstoð árið 2024, samanborið við 9.068 árið 2023. Athygli vekur að meðal þeirra sem fengu dánaraðstoð voru 219 einstaklingar sem þjáðust af einhvers konar andlegum veikindum. Þeir voru 138 árið 2023 og tveir árið 2010. 86 prósent þeirra sem fengu dánaraðstoð í fyrra þjáðust hins vegar af langt gengnum líkamlegum sjúkdómum á borð við krabbamein. Eftirlitsnefndir um framkvæmd dánaraðstoðar (RTE) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja lækna til að fara afar varlega þegar kemur að einstaklingum sem þjást af andlegum veikindum og ráðfæra sig við sérfræðinga í geðheilbrigðismálum og lækna sem sérhæfa sig í dánaraðstoð. Málsmeðferð ábótavant í sex tilvikum RTE komust að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hefði verið ábótavant í sex tilvikum í fyrra, þar sem andleg veikindi komu við sögu. Þar á meðal í máli eldri konu sem vildi fá að deyja eftir að áverkar gerðu það að verkum að hún gat ekki lengur fengið útrás fyrir þrifatengdar áráttur sínar. Sumir sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af þróun mála, sérstaklega fjölgun tilvika þar sem ungt fólk vill fá að deyja sökum andlegra erfiðleika. Damiaan Denys, prófessor í geðlækningum við Amsterdam University Medical Center, segir vafa leika á um getu ungs fólks til að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi árið 2002. Aðeins læknir má veita dánaraðstoðina og hana má aðeins samþykkja að vel ígrunduðu máli. Þá verða einstaklingar sem fá dánaraðstoð að þjást óbærilega og eiga enga von um bata. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Holland Dánaraðstoð Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Athygli vekur að meðal þeirra sem fengu dánaraðstoð voru 219 einstaklingar sem þjáðust af einhvers konar andlegum veikindum. Þeir voru 138 árið 2023 og tveir árið 2010. 86 prósent þeirra sem fengu dánaraðstoð í fyrra þjáðust hins vegar af langt gengnum líkamlegum sjúkdómum á borð við krabbamein. Eftirlitsnefndir um framkvæmd dánaraðstoðar (RTE) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja lækna til að fara afar varlega þegar kemur að einstaklingum sem þjást af andlegum veikindum og ráðfæra sig við sérfræðinga í geðheilbrigðismálum og lækna sem sérhæfa sig í dánaraðstoð. Málsmeðferð ábótavant í sex tilvikum RTE komust að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hefði verið ábótavant í sex tilvikum í fyrra, þar sem andleg veikindi komu við sögu. Þar á meðal í máli eldri konu sem vildi fá að deyja eftir að áverkar gerðu það að verkum að hún gat ekki lengur fengið útrás fyrir þrifatengdar áráttur sínar. Sumir sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af þróun mála, sérstaklega fjölgun tilvika þar sem ungt fólk vill fá að deyja sökum andlegra erfiðleika. Damiaan Denys, prófessor í geðlækningum við Amsterdam University Medical Center, segir vafa leika á um getu ungs fólks til að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi árið 2002. Aðeins læknir má veita dánaraðstoðina og hana má aðeins samþykkja að vel ígrunduðu máli. Þá verða einstaklingar sem fá dánaraðstoð að þjást óbærilega og eiga enga von um bata. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Holland Dánaraðstoð Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira