Fjölskyldu Arnórs hótað Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 09:00 Arnór Sigurðsson er mættur aftur í sænsku úrvalsdeildina en nú með meisturum Malmö. Malmö FF Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist alveg geta þolað það að fá send óhugnanleg skilaboð frá ósáttum stuðningsmönnum en það sé annað mál þegar fjölskyldunni sé hótað. Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04
„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03