„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Sindri Kristinn verður í marki Keflvíkinga í sumar. vísir/ívar Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið. FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“ Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“
Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti