Frá þessu segir á vef Seðlabankans. Þar kemur fram að Arnaldur Sölvi sé lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
„Hann er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og frá Toulouse School of Economics og doktorsgráðu í hagfræði frá Háskólanum í Osló. Rannsóknir Arnaldar Sölva snúa að fjármálum hins opinbera. Hann starfaði áður m.a. hjá Alþýðusambandi Íslands, norsku hagstofunni og á efnahagsskrifstofu í fjármálaráðuneyti Noregs í deild sem fylgdist m.a. með fjármálastöðugleika,“ segir í tilkynningunni.

Fjármálastöðugleikanefnd er þá þannig skipuð:
- Ásgeir Jónsson formaður,
- Tómas Brynjólfsson
- Þórarinn G. Pétursson
- Björk Sigurgísladóttir
- Axel Hall
- Bryndís Ásbjarnardóttir
- Arnaldur Sölvi Kristjánsson.
Í nefndinni er einnig fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og er sá með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. Fulltrúi ráðuneytisins er Guðrún Þorleifsdóttir.