Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 17:08 Þessi blettur við Sæbrautina sást vel í dag. Undarleg sjón blasti við mörgum í sjónum úti af Sæbraut í dag. Brúnir blettir úti á hafi, nokkuð reglulegir í laginu, hafa eflaust vakið furðu einhverra sem sáu þá. Upplýsingafulltrúi Veitna segir hann þó eiga sér alvanalegar skýringar. „Það var svo mikil úrkoma í dag, sem kom bara snögglega. Hún var það mikil á stuttum tíma að kerfin þurfa að nýta yfirfall. Það gerist sjálfkrafa þegar álagið er svo mikið að kerfin þurfa að tappa snögglega af,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Betra en að fá skólpið upp niðurfallið Skólp og regnvatn fari þá um yfirfallsrör og út í sjó, sem nýtist aðeins þegar kerfin eru yfirfull. „Í stað þess að þetta komi upp um niðurföllin hjá fólki. Þetta gerist ekki oft, en jú, einstaka sinnum. Þetta er í raun bara þannig að kerfið virkar eins og það á að virka. Það var bara mikil úrkoma í dag,“ segir Silja. Allur gangur sé á því hvort fólk taki eftir blettunum úti af ströndum þegar svona gerist. Það fari meðal annars eftir öldugangi í sjó. Einhverjir forvitnir vegfarendur hafi spurst fyrir um blettina hjá Veitum, en þeir voru ekki margir að sögn Silju. Fylgjast vel með og hreinsa strax Silja segir Veitur alltaf fylgjast vel með því hvort einhverju skoli upp á strendur í kjölfarið, og ráðist á í hreinsunaraðgerðir. „Það er ekkert komið upp á ströndina núna en við byrjum strax að fylgjast með og hreinsa það sem er hægt að hreinsa.“ Silja segir tilvalið að nýta tækifærið og minna fólk á hvað megi fara í klósettið og hvað ekki. Listinn yfir það sem má fara í klósettið, er ívið styttri en bannlistinn: „Kúkur, piss og klósettpappír,“ segir Silja. Þar með er það upp talið. Reykjavík Skólp Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Það var svo mikil úrkoma í dag, sem kom bara snögglega. Hún var það mikil á stuttum tíma að kerfin þurfa að nýta yfirfall. Það gerist sjálfkrafa þegar álagið er svo mikið að kerfin þurfa að tappa snögglega af,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Betra en að fá skólpið upp niðurfallið Skólp og regnvatn fari þá um yfirfallsrör og út í sjó, sem nýtist aðeins þegar kerfin eru yfirfull. „Í stað þess að þetta komi upp um niðurföllin hjá fólki. Þetta gerist ekki oft, en jú, einstaka sinnum. Þetta er í raun bara þannig að kerfið virkar eins og það á að virka. Það var bara mikil úrkoma í dag,“ segir Silja. Allur gangur sé á því hvort fólk taki eftir blettunum úti af ströndum þegar svona gerist. Það fari meðal annars eftir öldugangi í sjó. Einhverjir forvitnir vegfarendur hafi spurst fyrir um blettina hjá Veitum, en þeir voru ekki margir að sögn Silju. Fylgjast vel með og hreinsa strax Silja segir Veitur alltaf fylgjast vel með því hvort einhverju skoli upp á strendur í kjölfarið, og ráðist á í hreinsunaraðgerðir. „Það er ekkert komið upp á ströndina núna en við byrjum strax að fylgjast með og hreinsa það sem er hægt að hreinsa.“ Silja segir tilvalið að nýta tækifærið og minna fólk á hvað megi fara í klósettið og hvað ekki. Listinn yfir það sem má fara í klósettið, er ívið styttri en bannlistinn: „Kúkur, piss og klósettpappír,“ segir Silja. Þar með er það upp talið.
Reykjavík Skólp Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira