Grótta mætti Aftureldingu í leik þar sem sigur hefði tryggt áframhaldandi sæti í deildinni vegna taps ÍR gegn FH. Allt kom fyrir ekki og unnu gestirnir úr Mosfellsbæ þriggja marka sigur, lokatölur 25-28 á Seltjarnarnesi.
Jón Ómar Gíslason var markahæstur í liði Gróttu með 8 mörk á meðan Ágúst Ingi Óskarsson skoraði 6 mörk. Hjá Aftureldingu skoruðu Kristján Ottó Hjálmsson og Hallur Arason 7 mörk hvor á meðan Blær Hinriksson skoraði 6 mörk.
Á Hlíðarenda voru Haukar í heimsókn og unnu gestirnir úr Hafnafirði tveggja marka sigur í hörkuleik, lokatölur 33-35. Í liði heimamanna var það Magnús Óli Magnússon sem var markahæstur með 6 mörk. Þá varði Björgvin Páll Gústavsson 11 skot í markinu. Hjá Haukum skoraði Skarphéðinn Ívar Einarsson 8 mörk og Össur Haraldsson kom þar á eftir með 6 mörk.
Önnur úrslit
- Fjölnir 29-33 KA
- ÍBV 34-28 HK
- Stjarnan 31-29 Fram
- FH 33-29 ÍR
Lokastöðuna í deildinni má sjá hér að neðan
- FH 35 stig
- Valur 32 stig
- Afturelding 31 stig
- Fram 31 stig
- Haukar 27 stig
- ÍBV 23 stig
- Stjarnan 22 stig
- HK 16 stig
- KA 15 stig
- ÍR 13 stig
- Grótta 11 stig
- Fjölnir 8 stig
Efstu átta liðin fara í úrslitakeppni, Grótta fer í umspil en Fjölnir er fallinn.