Viðskipti innlent

Verð­bólga heldur á­fram að hjaðna

Lovísa Arnardóttir skrifar
Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,7 prósent.
Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,7 prósent. Vísir/Vilhelm

Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið minni frá því í desember árið 2020 þegar hún mældist 3,6 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,37 prósent á milli mánaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Mest var verðbólgan í 10,2 prósent í febrúar árið 2023. Í upphafi þessa árs var hún 4,6 prósent. Í tilkynningu Hagstofunnar kemur fram að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 3,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5 prósent.

Þar kemur einnig fram að verð á mat og drykkjarvörum hefur hækkað um 0,7 prósent og að áhrif á vísitöluna séu 0,10 prósent. Reiknuð húsaleiga hækkaði samkvæmt tilkynninguna um 0,5 prósent.

Nánar hér í frétt Hagstofunnar.


Tengdar fréttir

Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið

Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.

Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði

Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×