Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 14:02 Gleðin leyndi sér ekki þegar Ísland tryggði sig inn á EM með sigri gegn Tyrkjum. Í dag ræðst hvaða liðum Ísland mætir á mótinu. vísir/Anton Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag. Frakkland, Ísrael og Belgía verða í riðli Íslands, ásamt Slóveníu og Póllandi eins og áður var ljóst. Riðlarnir á EM 2025. Ísland leikur í D-riðli í Katowice í Póllandi.FIBA Liðin leika í fjórum sex liða riðlum og var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðli í Katowice í Póllandi eftir samkomulag við heimamenn. Í riðlinum verða einnig Slóvenar með Luka Doncic innanborðs, þar sem þeir voru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki eftir val á gestgjöfum og samstarfsþjóðum. Þrjú lið bættust svo í riðilinn í dag. Ísland fékk Frakkland, líklega með „geimveruna“ Victor Wembanyama innanborðs, úr efsta styrkleikaflokki en Ísrael úr 4. flokki og Belgíu úr 5. flokki. Wemby er þó að glíma við blóðtappa í öxl og ku ekki spilar meira með San Antonio Spurs á þessari leiktíð en hefur lengri tíma til að ná sér fyrir EM sem hefst 27. ágúst. Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND. Frakkar hafa unnið silfur á síðustu tvennum Ólympíuleikum sem og á EM 2022. Ísrael hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 1993 og hafnaði í 17. sæti á síðasta móti. Belgar hafa verið með á síðustu fimm Evrópumótum og höfnuðu í 14. sæti á mótinu 2022. Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september. FIBA á eftir að staðfesta það en útlit er fyrir Ísland byrji á leik við Ísrael 28. ágúst. Fjögur lið komast upp úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin en útsláttarkeppni mótsins fer öll fram í Riga. Riðlakeppni mótsins fer fram í fjórum borgum: Tampere í Finnlandi, Riga í Lettlandi, Limassol á Kýpur og Katowice í Póllandi. Íslenskir körfuboltaáhugamenn sem stefna á að fara til Katowice í ágúst ættu að vera á tánum næstu daga því Pólverjar hefja brátt miðasölu og eiga Íslendingar forkaupsrétt að ákveðnum fjölda miða. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Frakkland, Ísrael og Belgía verða í riðli Íslands, ásamt Slóveníu og Póllandi eins og áður var ljóst. Riðlarnir á EM 2025. Ísland leikur í D-riðli í Katowice í Póllandi.FIBA Liðin leika í fjórum sex liða riðlum og var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðli í Katowice í Póllandi eftir samkomulag við heimamenn. Í riðlinum verða einnig Slóvenar með Luka Doncic innanborðs, þar sem þeir voru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki eftir val á gestgjöfum og samstarfsþjóðum. Þrjú lið bættust svo í riðilinn í dag. Ísland fékk Frakkland, líklega með „geimveruna“ Victor Wembanyama innanborðs, úr efsta styrkleikaflokki en Ísrael úr 4. flokki og Belgíu úr 5. flokki. Wemby er þó að glíma við blóðtappa í öxl og ku ekki spilar meira með San Antonio Spurs á þessari leiktíð en hefur lengri tíma til að ná sér fyrir EM sem hefst 27. ágúst. Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND. Frakkar hafa unnið silfur á síðustu tvennum Ólympíuleikum sem og á EM 2022. Ísrael hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 1993 og hafnaði í 17. sæti á síðasta móti. Belgar hafa verið með á síðustu fimm Evrópumótum og höfnuðu í 14. sæti á mótinu 2022. Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september. FIBA á eftir að staðfesta það en útlit er fyrir Ísland byrji á leik við Ísrael 28. ágúst. Fjögur lið komast upp úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin en útsláttarkeppni mótsins fer öll fram í Riga. Riðlakeppni mótsins fer fram í fjórum borgum: Tampere í Finnlandi, Riga í Lettlandi, Limassol á Kýpur og Katowice í Póllandi. Íslenskir körfuboltaáhugamenn sem stefna á að fara til Katowice í ágúst ættu að vera á tánum næstu daga því Pólverjar hefja brátt miðasölu og eiga Íslendingar forkaupsrétt að ákveðnum fjölda miða.
Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum