Lífið

Ást­fangin í sex­tán ár

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Pattra og Emmi fögnuðu sextán ára sambandsafmæli sínu í gær.
Pattra og Emmi fögnuðu sextán ára sambandsafmæli sínu í gær.

Hjónin Pattra Sriyanonge, áhrifavaldur og markaðsstjóri hjá Sjáðu, og Theódór Elmar Bjarnason, aðstoðarþjálfari KR, fögnuðu sextán ára sambandsafmæli sínu í gær. 

Í tilefni dagsins birti Pattra skemmtilega myndafærslu af þeim í gegnum árin, þar sem hún skrifaði: „16 ára kær­ustupar.“

Pattra og Theódór Elmar, eða Emmi eins og hann er kallaður, giftu sig við fallega athöfn þann 20. desember 2012. Hjónin bjuggu saman um árabil erlendis þar sem hann var í atvinnumennsku í fótbolta.

Theodór Elmar lagði skóna á hilluna í október á síðasta ári eftir farsælan fótboltaferil. Hann hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Á ferlinum spilaði hann fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann kom heim sumarið 2021 og hóf að spila með KR. Theódór Elmar á 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016, þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti.

Saman eiga þau tvö börn, Atlas Aron sem er átta ára og Aurora Thea sem er þriggja ára.


Tengdar fréttir

Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni

Theodór Elmar Bjarnason batt enda á 20 ára leikmannaferil sinn í fótboltanum síðustu helgi. Hans síðasti leikur var 7-0 sigur KR á HK í Bestu deild karla. Ferill Elmars dró hann víða um heim og óhætt að segja að hann hafi verið viðburðarríkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.