Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 11:38 Edda hefur slegið í gegn sem Guðríður. Edda Björgvinsdóttir leikkona segist ekki hafa grunað að eigin fíflalæti myndu ferðast svona víða. Þar vísar Edda til myndbanda sinna sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hún bregður sér í hlutverk eldri borgaranna þeirra Gyðu og Guðríðar sem hneyksla sig á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum. „Sko þetta eru náttúrulega tóm fíflalæti sem enda alltaf einhvern veginn. Maður hefur ekki grun um það hvað fíflalætin manns ferðast víða, filterar í Snappi geta greinilega gert mann að áhrifavaldi,“ segir skellihlæjandi Edda Björgvins í samtali við Vísi. Edda brá sér í hlutverk Guðríðar í nýjasta myndbandinu þar sem hún gerði stólpagrín að útgerðinni. Þar áður birti Edda, eða öllu heldur Guðríður, myndband um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur en það allra fyrsta sem birtist 3. mars síðastliðinn var um áhyggjur þingmannsins Jóns Péturs Siemsen af áföstum töppum á plastflöskum. Horfa má á myndböndin hér fyrir neðan. „Svo er hugsanlega von á systur hennar líka. Þarna eru þær Guðríður og Gyða sem deila öllum skoðunum. Svo er þetta bara lífrænt, maður veit ekkert hvort það komi nokkuð meira frá þeim systrum,“ segir Edda sem er enn hlæjandi. Hún segir aldrei að vita. „Ég vildi að ég hefði það úthald en ef það koma svona stórgjafir eins og grenjuskjóður í útgerð eða alþingismaður sem leggur sig virkilega fram við að eyða tíma Alþingis í plasttappa. Því svona stórgjafir þær kveikja á ýmsu þegar maður er með góðan filter. Þannig maður veit aldrei hvað gerist næst, það eru þessar stórgjafir þjóðarinnar sem kveikja í Guðríði gömlu.“ Upplifir enga pressu Edda segist alveg gapandi hissa á því hvað hún deili húmor með stórum hluta þjóðarinnar. Hún hafi alls ekki átt von á viðbrögðunum við myndböndunum en þúsundir bregðast við myndböndunum og hundruð skilja eftir sig athugasemd þar sem viðkomandi lýsir því oftar en ekki að hann sé skellihlæjandi yfir myndböndunum. Edda segist ekki finna fyrir pressu vegna þessara vinsælda. „Sem betur fer þá upplifi ég aldrei pressu heldur frekar gjafir, ég bara hef ofsa trú á íslensku samfélagi, að halda áfram að færa Guðríði efni sem kveikir svona ofboðslega í henni. Ég hef þá trú án þess að ég lofi neinu.“ Grín og gaman Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Sko þetta eru náttúrulega tóm fíflalæti sem enda alltaf einhvern veginn. Maður hefur ekki grun um það hvað fíflalætin manns ferðast víða, filterar í Snappi geta greinilega gert mann að áhrifavaldi,“ segir skellihlæjandi Edda Björgvins í samtali við Vísi. Edda brá sér í hlutverk Guðríðar í nýjasta myndbandinu þar sem hún gerði stólpagrín að útgerðinni. Þar áður birti Edda, eða öllu heldur Guðríður, myndband um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur en það allra fyrsta sem birtist 3. mars síðastliðinn var um áhyggjur þingmannsins Jóns Péturs Siemsen af áföstum töppum á plastflöskum. Horfa má á myndböndin hér fyrir neðan. „Svo er hugsanlega von á systur hennar líka. Þarna eru þær Guðríður og Gyða sem deila öllum skoðunum. Svo er þetta bara lífrænt, maður veit ekkert hvort það komi nokkuð meira frá þeim systrum,“ segir Edda sem er enn hlæjandi. Hún segir aldrei að vita. „Ég vildi að ég hefði það úthald en ef það koma svona stórgjafir eins og grenjuskjóður í útgerð eða alþingismaður sem leggur sig virkilega fram við að eyða tíma Alþingis í plasttappa. Því svona stórgjafir þær kveikja á ýmsu þegar maður er með góðan filter. Þannig maður veit aldrei hvað gerist næst, það eru þessar stórgjafir þjóðarinnar sem kveikja í Guðríði gömlu.“ Upplifir enga pressu Edda segist alveg gapandi hissa á því hvað hún deili húmor með stórum hluta þjóðarinnar. Hún hafi alls ekki átt von á viðbrögðunum við myndböndunum en þúsundir bregðast við myndböndunum og hundruð skilja eftir sig athugasemd þar sem viðkomandi lýsir því oftar en ekki að hann sé skellihlæjandi yfir myndböndunum. Edda segist ekki finna fyrir pressu vegna þessara vinsælda. „Sem betur fer þá upplifi ég aldrei pressu heldur frekar gjafir, ég bara hef ofsa trú á íslensku samfélagi, að halda áfram að færa Guðríði efni sem kveikir svona ofboðslega í henni. Ég hef þá trú án þess að ég lofi neinu.“
Grín og gaman Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira