Bannað að heita Gríndal og Illuminati Lovísa Arnardóttir skrifar 27. mars 2025 13:03 Nefndinni þykir ekki við hæfi að fólk heiti Gríndal. Fyrri hluti nafnsins geti orðið fólki til ama. Vísir/Getty Íslendingar mega nú, samkvæmt nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar, heita Thiago, Vetle, Dilla, Anteo, Ránar og Heli. Á sama tíma hafnaði nefndin því að fólk megi heita Gríndal og Illuminati. Nýir úrskurðir voru birtir í vikunni. Í úrskurði nefndarinnar um það síðarnefnda segir að nafnið sé latneskt samnafn sem notað hafi verið yfir ýmis leynireglur og leynifélög og hafi einnig verið tengt við samsæriskenningar. „Ekki tíðkast að nota það sem eiginnafn í erlendum löndum. Þótt þetta sé erlent orð kemur til álita hvort skilyrði um að nafn geti ekki orðið nafnbera til ama sé uppfyllt. Það væri bæði vegna þessarar frekar neikvæðu merkingar sem orðið hefur í samtímanum og þess að þetta er ekki útlenskt eiginnafn heldur samnafn. Ekki verður tekin afstaða til þess hér,“ segir í úrskurðinum. Þar segir svo að nafnið Illuminati sé ekki skrifað í samræmi við íslenskar ritreglur miðað við framburð. Þá segir nefndin ekki neina hefð fyrir því að nafnið sé borið á Íslandi. Það beri enginn nafnið á Íslandi, það komi ekki fyrir í manntölum og því sé ekki hefð fyrir því. Því er nafninu hafnað. Gríndal reyni á skilyrði um að vera til ama Hvað varðar nafnið Gríndal kom fram í umsókn að um væri að ræða millinafn. Í úrskurði segir að nafnið sé dregið af nafnorðunum grín og dalur. Það hafi ekki nefnifallsendingu og hafi hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn karla né kvenna. Það sé ritað í samræmi við íslenskar ritreglur en nafnið reyni á skilyrði nefndarinnar um að það verði ekki nafnbera til ama. „Millinafnið Gríndal felur í sér gáska og gamansemi, en um leið alvöruleysi, sem getur haft í för með sér ama nafnhafa t.d. með því að vera ekki tekinn alvarlega þegar mikið liggur við. Slík nafngift kann að eiga við til skemmtunar í gamanleikjum eða skáldskap, en nefndin telur að fyrri hluti nafnsins sé þess eðlis að nafnið geti orðið nafnbera til ama með sama hætti og ef orð eins og brandari, glens o.s.frv. væru notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurði. Nefndin bendir á að fullveðja einstaklingur sem hafi í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, geti í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. „Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar.“ Börn og uppeldi Mannanöfn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar um það síðarnefnda segir að nafnið sé latneskt samnafn sem notað hafi verið yfir ýmis leynireglur og leynifélög og hafi einnig verið tengt við samsæriskenningar. „Ekki tíðkast að nota það sem eiginnafn í erlendum löndum. Þótt þetta sé erlent orð kemur til álita hvort skilyrði um að nafn geti ekki orðið nafnbera til ama sé uppfyllt. Það væri bæði vegna þessarar frekar neikvæðu merkingar sem orðið hefur í samtímanum og þess að þetta er ekki útlenskt eiginnafn heldur samnafn. Ekki verður tekin afstaða til þess hér,“ segir í úrskurðinum. Þar segir svo að nafnið Illuminati sé ekki skrifað í samræmi við íslenskar ritreglur miðað við framburð. Þá segir nefndin ekki neina hefð fyrir því að nafnið sé borið á Íslandi. Það beri enginn nafnið á Íslandi, það komi ekki fyrir í manntölum og því sé ekki hefð fyrir því. Því er nafninu hafnað. Gríndal reyni á skilyrði um að vera til ama Hvað varðar nafnið Gríndal kom fram í umsókn að um væri að ræða millinafn. Í úrskurði segir að nafnið sé dregið af nafnorðunum grín og dalur. Það hafi ekki nefnifallsendingu og hafi hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn karla né kvenna. Það sé ritað í samræmi við íslenskar ritreglur en nafnið reyni á skilyrði nefndarinnar um að það verði ekki nafnbera til ama. „Millinafnið Gríndal felur í sér gáska og gamansemi, en um leið alvöruleysi, sem getur haft í för með sér ama nafnhafa t.d. með því að vera ekki tekinn alvarlega þegar mikið liggur við. Slík nafngift kann að eiga við til skemmtunar í gamanleikjum eða skáldskap, en nefndin telur að fyrri hluti nafnsins sé þess eðlis að nafnið geti orðið nafnbera til ama með sama hætti og ef orð eins og brandari, glens o.s.frv. væru notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurði. Nefndin bendir á að fullveðja einstaklingur sem hafi í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, geti í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. „Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar.“
Börn og uppeldi Mannanöfn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira