Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 14:13 Carlo Ancelotti hefur aldrei þjálfað landslið á sínum langa og farsæla ferli. getty/Luca Amedeo Bizzarri Brasilíska knattspyrnusambandið hefur mikinn áhuga á að ráða Carlo Ancelotti sem þjálfara landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Brasilía tapaði 4-1 fyrir heimsmeisturum Argentínu í undankeppni HM í vikunni og hefur aðeins unnið sjö af sextán leikjum undir stjórn Dorivals Júnior. Áhugi Brassa á Ancelotti er ekki nýr af nálinni en þeir reyndu að ráða hann 2022 og 2023. Þeir ætla nú að gera aðra tilraun samkvæmt The Athletic. Ancelotti hefur stýrt Real Madrid síðan 2021 og gert meðal annars gert liðið að Evrópumeisturum í tvígang. Nokkrir brasilískir landsliðsmenn leika með Real Madrid, meðal annars Vinícius Júnior. Brasilía hefur aldrei verið með erlendan landsliðsþjálfara en það gæti breyst ef knattspyrnusambandinu tekst að landa hinum margreynda Ancelotti. Þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri með Real Madrid er ekki víst að Ancelotti verði áfram með liðið. Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen, hefur verið orðaður við Real Madrid og átt í viðræðum við félagið samkvæmt The Athletic. Brasilía er í 4. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM. Liðið er sex stigum á undan Venesúela sem er í 7. sætinu, sem fer í umspil, þegar fjórir leikir eru eftir. Það er því allt sem bendir til þess að Brassar verði með á HM á næsta ári eins og þeir hafa verið á öllum hinum 22 heimsmeistaramótunum. Engin þjóð hefur oftar unnið HM en Brasilía, eða fimm sinnum, síðast 2002. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Brasilía tapaði 4-1 fyrir heimsmeisturum Argentínu í undankeppni HM í vikunni og hefur aðeins unnið sjö af sextán leikjum undir stjórn Dorivals Júnior. Áhugi Brassa á Ancelotti er ekki nýr af nálinni en þeir reyndu að ráða hann 2022 og 2023. Þeir ætla nú að gera aðra tilraun samkvæmt The Athletic. Ancelotti hefur stýrt Real Madrid síðan 2021 og gert meðal annars gert liðið að Evrópumeisturum í tvígang. Nokkrir brasilískir landsliðsmenn leika með Real Madrid, meðal annars Vinícius Júnior. Brasilía hefur aldrei verið með erlendan landsliðsþjálfara en það gæti breyst ef knattspyrnusambandinu tekst að landa hinum margreynda Ancelotti. Þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri með Real Madrid er ekki víst að Ancelotti verði áfram með liðið. Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen, hefur verið orðaður við Real Madrid og átt í viðræðum við félagið samkvæmt The Athletic. Brasilía er í 4. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM. Liðið er sex stigum á undan Venesúela sem er í 7. sætinu, sem fer í umspil, þegar fjórir leikir eru eftir. Það er því allt sem bendir til þess að Brassar verði með á HM á næsta ári eins og þeir hafa verið á öllum hinum 22 heimsmeistaramótunum. Engin þjóð hefur oftar unnið HM en Brasilía, eða fimm sinnum, síðast 2002.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira