Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 15:35 Jón Axel Guðmundsson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristinn Pálsson fögnuðu vel eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. Nú er ljóst hvaða leikir bíða liðsins þar. vísir/Anton Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst. Það eru sem sagt fimm mánuðir og einn dagur í það að Ísland hefji keppni á EM en liðið er í D-riðli sem spilaður verður í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi. Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland Dregið var í riðla í dag en hver gestgjafi hafði mátt velja sér eina samstarfsþjóð fyrir dráttinn og voru Pólverjar búnir að semja við Íslendinga. Því var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðlinum, ásamt Póllandi og svo Slóveníu með Luka Doncic innanborðs, því Slóvenar voru eina lausa liðið úr 2. styrkleikaflokki. Við riðilinn bættist svo í dag stórstjörnulið Frakklands auk Ísraels og Belgíu. Enda riðilinn á erfiðustu leikjunum Ísland byrjar á tveimur „viðráðanlegustu“ leikjunum, gegn liðunum úr 4. og 5. styrkleikaflokki, áður en við tekur slagur við heimamenn og ógnvekjand lið Slóveníu og Frakklands. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin sem verða spiluð í Riga í Lettlandi. Miðasalan í Póllandi ætti að hefjast á næstu dögum og hafa Íslendingar forkaupsrétt að miðum, vegna samstarfsins við Pólverja. Einn kvöldleikur hjá Íslandi Ljóst er að alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá KKÍ munu heimamenn eiga síðasta leik hvers dags og því verður eini kvöldleikur Íslands við Pólverja sunnudagskvöldið 31. ágúst. Nákvæm tímasetning hvers leiks hefur þó ekki verið gefin út. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Það eru sem sagt fimm mánuðir og einn dagur í það að Ísland hefji keppni á EM en liðið er í D-riðli sem spilaður verður í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi. Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland Dregið var í riðla í dag en hver gestgjafi hafði mátt velja sér eina samstarfsþjóð fyrir dráttinn og voru Pólverjar búnir að semja við Íslendinga. Því var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðlinum, ásamt Póllandi og svo Slóveníu með Luka Doncic innanborðs, því Slóvenar voru eina lausa liðið úr 2. styrkleikaflokki. Við riðilinn bættist svo í dag stórstjörnulið Frakklands auk Ísraels og Belgíu. Enda riðilinn á erfiðustu leikjunum Ísland byrjar á tveimur „viðráðanlegustu“ leikjunum, gegn liðunum úr 4. og 5. styrkleikaflokki, áður en við tekur slagur við heimamenn og ógnvekjand lið Slóveníu og Frakklands. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin sem verða spiluð í Riga í Lettlandi. Miðasalan í Póllandi ætti að hefjast á næstu dögum og hafa Íslendingar forkaupsrétt að miðum, vegna samstarfsins við Pólverja. Einn kvöldleikur hjá Íslandi Ljóst er að alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá KKÍ munu heimamenn eiga síðasta leik hvers dags og því verður eini kvöldleikur Íslands við Pólverja sunnudagskvöldið 31. ágúst. Nákvæm tímasetning hvers leiks hefur þó ekki verið gefin út.
Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira