Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. mars 2025 21:32 Óskar Hallgrímsson hefur búið í Úkraínu í um fimm ár þar sem hann rekur lítið listastúdíó ásamt konunni sinni og flytur fréttir af stríðinu. Vísir/Elín Margrét Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. Við heimsóttum Óskar Hallgrímsson í stúdíóið sem hann heldur úti ásamt Mariiku eiginkonu sinni í Kænugarði. Þau eru myndlistamenn, en Óskar sem er ljósmyndari hefur frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu ferðast um landið og flutt fréttir af stríðinu, meðal annars af vígvellinum. Hann hefur verið iðinn við að deila myndum og sögum af stríðinu á Instagram auk þess sem hann hefur skrifað og myndað fyrir Heimildina. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Það hefur einkennt mitt líf rosalega mikið, eiginlega stærstan hluta. En síðan í stúdíóinu er ég myndlistamaður og held myndlistasýningar á Íslandi og kúlítveraður og drekk latte. Ég hef reynt að halda því í jafnvægi en síðasta ár er búið að vera náttúrlega svakalega erfitt fyrir mann. Ég er kominn með þrjú ár, ég er búinn að vera að vinna í stríðinu allan þennan tíma og þetta er búið að vera erfitt en ég reyni að halda áfram, gera það sem ég get,“ segir Óskar. Listin og stríðið einkenna lífið Það hjálpi til að geta leitað í listina inn á milli þegar aðstæður leyfa. „Ég sakna þess mjög mikið að fara í stúdíóið því að ég get verið með hljóðbók, ég get sónað út, gleymt því sem ég var að gera og sjá á vígvellinum. Þannig það er erfitt að tapa því, ég er ekki búinn að ná að sinna því eins mikið og ég vil,“ segir Óskar. Síðustu fjögur ár hafa þau hjónin unnið að sameiginlegu verkefni, Comfortable Universe, þar sem þau hafa að vissu leyti tvinnað saman þá tvo veruleika sem einkenna líf þeirra í Úkraínu; stríðið og listina. „Síðan héldum við fyrstu sýninguna um leið og stríðið byrjaði, það endurspeglaði þennan baráttuvilja. Síðan var baráttuviljinn ennþá til staðar í næstu sýningu, síðan þegar baráttuviljinn varð aðeins hljóðlátari, og næsta sýning mun endurspegla það að baráttuviljinn er ennþá til staðar en ofþreytan og sársaukinn er kannski farinn að láta meira á sjá,“ útskýrir Óskar. Ef áætlanir ganga eftir stefna þau á að halda næstu sýningu á Íslandi í ágúst. Úkraína verji Evrópu og skalinn gífurlegur Óskar segir mikilvægt að gleyma því ekki hvað almenningur í Úkraínu býr við alvarlegan veruleika. Umfang stríðsins sé meira en margur átti sig á. Stærðin og skalinn sé gífurlegur. „Við erum að tala um þúsund kílómetra, og maður segir þúsund kílómetrar eins og það sé ekki neitt. Það er eitthvað sem fólk áttar sig ekki á hvað skalinn er gífurlega mikill og stór og mun, og hefur, haft áhrif á Ísland. Kannski ekki beint, við erum ekki að fá flugskeyti á okkur eða neitt svoleiðis. En ég vil að Íslendingar hugsi kannski aðeins til þess að Úkraína er í alvörunni að verja Evrópu. Hún er í alvörunni að verja Evrópu,“ segir Óskar. „Við erum kannski að fara að átta okkur á því núna, en ég er búinn að vera að segja það stanslaust í þrjú ár, af því ég er búinn að sjá fjöldagrafir – í fleirtölu, ég er búin að hitta hundruð einstaklinga sem hafa verið að segja sambærilegar sögur og þið eruð búin að vera að heyra og fjalla um síðustu daga. Skalinn er svo gífurlegur, það er það sem fólk áttar sig kannski ekki á. Það eru 650 þúsund manns sitthvoru megin að berjast á hverjum einasta degi, þetta er svo stórt.“ Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Myndlist Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Við heimsóttum Óskar Hallgrímsson í stúdíóið sem hann heldur úti ásamt Mariiku eiginkonu sinni í Kænugarði. Þau eru myndlistamenn, en Óskar sem er ljósmyndari hefur frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu ferðast um landið og flutt fréttir af stríðinu, meðal annars af vígvellinum. Hann hefur verið iðinn við að deila myndum og sögum af stríðinu á Instagram auk þess sem hann hefur skrifað og myndað fyrir Heimildina. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Það hefur einkennt mitt líf rosalega mikið, eiginlega stærstan hluta. En síðan í stúdíóinu er ég myndlistamaður og held myndlistasýningar á Íslandi og kúlítveraður og drekk latte. Ég hef reynt að halda því í jafnvægi en síðasta ár er búið að vera náttúrlega svakalega erfitt fyrir mann. Ég er kominn með þrjú ár, ég er búinn að vera að vinna í stríðinu allan þennan tíma og þetta er búið að vera erfitt en ég reyni að halda áfram, gera það sem ég get,“ segir Óskar. Listin og stríðið einkenna lífið Það hjálpi til að geta leitað í listina inn á milli þegar aðstæður leyfa. „Ég sakna þess mjög mikið að fara í stúdíóið því að ég get verið með hljóðbók, ég get sónað út, gleymt því sem ég var að gera og sjá á vígvellinum. Þannig það er erfitt að tapa því, ég er ekki búinn að ná að sinna því eins mikið og ég vil,“ segir Óskar. Síðustu fjögur ár hafa þau hjónin unnið að sameiginlegu verkefni, Comfortable Universe, þar sem þau hafa að vissu leyti tvinnað saman þá tvo veruleika sem einkenna líf þeirra í Úkraínu; stríðið og listina. „Síðan héldum við fyrstu sýninguna um leið og stríðið byrjaði, það endurspeglaði þennan baráttuvilja. Síðan var baráttuviljinn ennþá til staðar í næstu sýningu, síðan þegar baráttuviljinn varð aðeins hljóðlátari, og næsta sýning mun endurspegla það að baráttuviljinn er ennþá til staðar en ofþreytan og sársaukinn er kannski farinn að láta meira á sjá,“ útskýrir Óskar. Ef áætlanir ganga eftir stefna þau á að halda næstu sýningu á Íslandi í ágúst. Úkraína verji Evrópu og skalinn gífurlegur Óskar segir mikilvægt að gleyma því ekki hvað almenningur í Úkraínu býr við alvarlegan veruleika. Umfang stríðsins sé meira en margur átti sig á. Stærðin og skalinn sé gífurlegur. „Við erum að tala um þúsund kílómetra, og maður segir þúsund kílómetrar eins og það sé ekki neitt. Það er eitthvað sem fólk áttar sig ekki á hvað skalinn er gífurlega mikill og stór og mun, og hefur, haft áhrif á Ísland. Kannski ekki beint, við erum ekki að fá flugskeyti á okkur eða neitt svoleiðis. En ég vil að Íslendingar hugsi kannski aðeins til þess að Úkraína er í alvörunni að verja Evrópu. Hún er í alvörunni að verja Evrópu,“ segir Óskar. „Við erum kannski að fara að átta okkur á því núna, en ég er búinn að vera að segja það stanslaust í þrjú ár, af því ég er búinn að sjá fjöldagrafir – í fleirtölu, ég er búin að hitta hundruð einstaklinga sem hafa verið að segja sambærilegar sögur og þið eruð búin að vera að heyra og fjalla um síðustu daga. Skalinn er svo gífurlegur, það er það sem fólk áttar sig kannski ekki á. Það eru 650 þúsund manns sitthvoru megin að berjast á hverjum einasta degi, þetta er svo stórt.“
Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Myndlist Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira