Verður aflífaður eftir allt saman Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2025 11:39 Hundurinn sem um ræðir var af gerðinni American Akita. Myndin er af slíkum hundi, þó alls ótengdur umræddu máli. Vísir/Getty Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað að hundur af gerðinni American Akita, sem hefur bitið mann og þrjá hunda, skuli aflífaður eftir allt saman. Eigandi hundsins kærði ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar um aflífun en þeirri kröfu hefur nú verið hafnað af úrskurðarnefndinni. Í úrskurðinum kemur fram að í lok október síðastliðinn hafi umræddur hundur bitið einstakling sem hafi verið staddur á heimili eigandans við barnagæslu. Gesturinn hafi þá farið inn í bílskúrsrými þar sem tveir hundar eigandans voru en þeir eru af tegundinni American Akita. Þar segir að hundurinn hafi tekið sér stöðu fyrir aftan manninn og þegar hann hafi snúið sér við hafi hundurinn bitið hann í handlegginn. Maðurinn var þá fluttur í sjúkrabíl á slysadeild og var málið tilkynnt lögreglu. Dýraþjónusta Reykjavíkur óskaði í framhaldi af þessu eftir því við heilbrigðisnefnd Reykjavíkur að hundurinn yrði aflífaður, eftir að hafa fengið andmæli eiganda hundsins til umfjöllunar en einnig að virtu mati dýralæknis á hundinum. Heilbrigðisnefndin úrskurðaði svo um miðjan þennan mánuð að hundurinn skyldi aflífaður, en eigandinn kærði málið þá til úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin ákvað fyrst að fresta skyldi því að framfylgja ákvörðuninni á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni sem að lokum hafnaði kröfu eigandans um að ógilda ákvörðun heilbrigðisnefndar borgarinnar. Alvarlegt bitatvik og fjöldi kvartana Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að af gögnum málsins megi ráða að bitatvikið hafi verið alvarlegt og valdið þeim sem fyrir bitinu varð umtalsverðum áverkum. Einnig sé ljóst að fjöldi kvartana hafði borist heilbrigðisyfirvöldum vegna tveggja hunda kæranda og að þeir hafi áður bitið þrjá aðra hunda. Í kjölfar atvika þar sem hundurinn beit aðra hunda hafi báðir hundarnir farið í atferlismat dýralæknis og hafi eiganda þeirra í framhaldi af því settar sérstakar skorður við meðferð og vörslu hundanna. Hann hafi ekki fylgt þeim. „Eftir bitatvikið í október 2024 var [hundurinn] á ný sendur í atferlismat hjá dýralækni sem sérhæfður er í atferli hunda. Í matinu kom fram að hegðun hundsins hafi verið hættuleg, óeðlileg og að hann sé hættulegur fólki, en miklar líkur séu á að atvikið endurtaki sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir í úrskurðinum. Hundur af gerðinni American Akita. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm Hundaeign ekki þáttur í einkalífi manna Eigandi hundsins vísaði við meðferð málsins meðal annars til eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Hann vísaði einnig til friðhelgi einkalífs og heimilis samkvæmt stjórnarskrá, en úrskurðarnefndin benti hins vegar á dómafordæmi þar sem segir að 8. gr. Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um friðhelgi einkalífs verndi ekki rétt einstaklings til að eiga hund. „Þótt ekki léki vafi á því að samband manns og hunds hefði verið náið frá örófi alda gæti það eitt ekki gert hundaeign að þætti í einkalífi manna.“ Reykjavíkurborg vísaði hins vegar meðal annars til þeirrar „almenningsþarfar að stjórnvöld hafi nauðsynlegar heimildir til þess að grípa inn í hundahald í þéttbýli með aflífun ef ógn er talin stafa af hundi“. Rannsóknarskylda ekki brotin Fram kemur í niðurstöðukúrskurðarins að við athugun á gögnum málsins verði ekki talið að heilbrigðisnefndin hafi brotið gegn rannsóknarskyldu sinni áður en ákvörðun var tekin í málinu, líkt og sagði í rökstuðningi eiganda hundsins. Fyrir liggi tvær skýrslur frá dýralækni, lögregluskýrsla, fjöldi erinda vitna til Dýraþjónustunnar, skýrslur og skráningar Dýraþjónustunnar á samtölum við kæranda, erindi þar sem kæranda voru sett skilyrði fyrir hundahaldinu, ljósmyndir sem sýna fram á skort á fylgni hans við þau, andmæli hans við kröfu um aflífun og fleiri gögn. Efni þeirra fela í sér ítarlega umfjöllum um mál hundsins og eiganda hans hjá heilbrigðiseftirlitinu, rannsókn á aðstæðum og þeim hagsmunum sem í húfi voru og skoðun sérfróðra fagaðila. Skilyrðum stjórnsýslulaga hafi þannig talist fullnægt í málinu. Sagðist munu aflífa hundinn sjálfur en gerði ekki Eigandi hundsins vísaði einnig til sjónarmiða um meðalhóf, en þar bendir úrskurðarnefndin á að hafa beri í huga að afskipti heilbrigðisyfirvalda nái yfir lengra tímabil en einungis tímann frá því að bitatvikið átti sér stað í október 2024. „Eftir að hundurinn beit þrjá aðra hunda hafði kæranda verið gefinn kostur á að mæta vissum skilyrðum varðandi hundahald sem hann sinnti ekki. Eftir að bitatvikið átti sér stað fór kærandi fram á að fá að láta sjálfur aflífa hundinn, en af því varð ekki. Með tilliti til þessa, hins alvarlega skaða sem hundurinn hafði valdið einstaklingi, sem og hinnar eindregnu niðurstöðu dýralæknis um þá hættu sem af hundinum stafaði, verður ekki talið að ákvörðun um aflífun hundsins hafi brotið gegn sjónarmiðum 12. gr. stjórnsýslulaga um meðalhóf. Loks bera gögn málsins með sér að Dýraþjónusta Reykjavíkur var í miklum samskiptum við eiganda hundsins til að leita úrlausnar í málinu, m.a. símleiðis og skriflega, en kærandi lagði fram skrifleg andmæli sín vegna kröfunnar um aflífun með bréfi 14. janúar 2025, sem svarað var af Reykjavíkurborg 27. s.m. Kæranda voru því veittir nægir möguleikar til að gæta andmæla í samræmi við áskilnað 13. gr. stjórnsýslulaga áður en heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tók ákvörðun um aflífun hundsins. Að öllu framangreindu virtu verða ekki taldir neinir þeir annmarkar á undirbúningi hinnar kærðu ákvörðunar sem varðað geti gildi hennar. Kröfu um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar er hafnað,“ segir í úrskurðinum. Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að í lok október síðastliðinn hafi umræddur hundur bitið einstakling sem hafi verið staddur á heimili eigandans við barnagæslu. Gesturinn hafi þá farið inn í bílskúrsrými þar sem tveir hundar eigandans voru en þeir eru af tegundinni American Akita. Þar segir að hundurinn hafi tekið sér stöðu fyrir aftan manninn og þegar hann hafi snúið sér við hafi hundurinn bitið hann í handlegginn. Maðurinn var þá fluttur í sjúkrabíl á slysadeild og var málið tilkynnt lögreglu. Dýraþjónusta Reykjavíkur óskaði í framhaldi af þessu eftir því við heilbrigðisnefnd Reykjavíkur að hundurinn yrði aflífaður, eftir að hafa fengið andmæli eiganda hundsins til umfjöllunar en einnig að virtu mati dýralæknis á hundinum. Heilbrigðisnefndin úrskurðaði svo um miðjan þennan mánuð að hundurinn skyldi aflífaður, en eigandinn kærði málið þá til úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin ákvað fyrst að fresta skyldi því að framfylgja ákvörðuninni á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni sem að lokum hafnaði kröfu eigandans um að ógilda ákvörðun heilbrigðisnefndar borgarinnar. Alvarlegt bitatvik og fjöldi kvartana Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að af gögnum málsins megi ráða að bitatvikið hafi verið alvarlegt og valdið þeim sem fyrir bitinu varð umtalsverðum áverkum. Einnig sé ljóst að fjöldi kvartana hafði borist heilbrigðisyfirvöldum vegna tveggja hunda kæranda og að þeir hafi áður bitið þrjá aðra hunda. Í kjölfar atvika þar sem hundurinn beit aðra hunda hafi báðir hundarnir farið í atferlismat dýralæknis og hafi eiganda þeirra í framhaldi af því settar sérstakar skorður við meðferð og vörslu hundanna. Hann hafi ekki fylgt þeim. „Eftir bitatvikið í október 2024 var [hundurinn] á ný sendur í atferlismat hjá dýralækni sem sérhæfður er í atferli hunda. Í matinu kom fram að hegðun hundsins hafi verið hættuleg, óeðlileg og að hann sé hættulegur fólki, en miklar líkur séu á að atvikið endurtaki sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir í úrskurðinum. Hundur af gerðinni American Akita. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm Hundaeign ekki þáttur í einkalífi manna Eigandi hundsins vísaði við meðferð málsins meðal annars til eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Hann vísaði einnig til friðhelgi einkalífs og heimilis samkvæmt stjórnarskrá, en úrskurðarnefndin benti hins vegar á dómafordæmi þar sem segir að 8. gr. Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um friðhelgi einkalífs verndi ekki rétt einstaklings til að eiga hund. „Þótt ekki léki vafi á því að samband manns og hunds hefði verið náið frá örófi alda gæti það eitt ekki gert hundaeign að þætti í einkalífi manna.“ Reykjavíkurborg vísaði hins vegar meðal annars til þeirrar „almenningsþarfar að stjórnvöld hafi nauðsynlegar heimildir til þess að grípa inn í hundahald í þéttbýli með aflífun ef ógn er talin stafa af hundi“. Rannsóknarskylda ekki brotin Fram kemur í niðurstöðukúrskurðarins að við athugun á gögnum málsins verði ekki talið að heilbrigðisnefndin hafi brotið gegn rannsóknarskyldu sinni áður en ákvörðun var tekin í málinu, líkt og sagði í rökstuðningi eiganda hundsins. Fyrir liggi tvær skýrslur frá dýralækni, lögregluskýrsla, fjöldi erinda vitna til Dýraþjónustunnar, skýrslur og skráningar Dýraþjónustunnar á samtölum við kæranda, erindi þar sem kæranda voru sett skilyrði fyrir hundahaldinu, ljósmyndir sem sýna fram á skort á fylgni hans við þau, andmæli hans við kröfu um aflífun og fleiri gögn. Efni þeirra fela í sér ítarlega umfjöllum um mál hundsins og eiganda hans hjá heilbrigðiseftirlitinu, rannsókn á aðstæðum og þeim hagsmunum sem í húfi voru og skoðun sérfróðra fagaðila. Skilyrðum stjórnsýslulaga hafi þannig talist fullnægt í málinu. Sagðist munu aflífa hundinn sjálfur en gerði ekki Eigandi hundsins vísaði einnig til sjónarmiða um meðalhóf, en þar bendir úrskurðarnefndin á að hafa beri í huga að afskipti heilbrigðisyfirvalda nái yfir lengra tímabil en einungis tímann frá því að bitatvikið átti sér stað í október 2024. „Eftir að hundurinn beit þrjá aðra hunda hafði kæranda verið gefinn kostur á að mæta vissum skilyrðum varðandi hundahald sem hann sinnti ekki. Eftir að bitatvikið átti sér stað fór kærandi fram á að fá að láta sjálfur aflífa hundinn, en af því varð ekki. Með tilliti til þessa, hins alvarlega skaða sem hundurinn hafði valdið einstaklingi, sem og hinnar eindregnu niðurstöðu dýralæknis um þá hættu sem af hundinum stafaði, verður ekki talið að ákvörðun um aflífun hundsins hafi brotið gegn sjónarmiðum 12. gr. stjórnsýslulaga um meðalhóf. Loks bera gögn málsins með sér að Dýraþjónusta Reykjavíkur var í miklum samskiptum við eiganda hundsins til að leita úrlausnar í málinu, m.a. símleiðis og skriflega, en kærandi lagði fram skrifleg andmæli sín vegna kröfunnar um aflífun með bréfi 14. janúar 2025, sem svarað var af Reykjavíkurborg 27. s.m. Kæranda voru því veittir nægir möguleikar til að gæta andmæla í samræmi við áskilnað 13. gr. stjórnsýslulaga áður en heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tók ákvörðun um aflífun hundsins. Að öllu framangreindu virtu verða ekki taldir neinir þeir annmarkar á undirbúningi hinnar kærðu ákvörðunar sem varðað geti gildi hennar. Kröfu um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar er hafnað,“ segir í úrskurðinum.
Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira