Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. mars 2025 21:00 Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum. Reitir Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira