Handbolti

Andri Már marka­hæstur en Ýmir hafði betur í Ís­lendinga­slagnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Andri Már Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Leipzig í Þýskalandi í kvöld.
Andri Már Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Getty/Jan Woitas

Göppingen og Leipzig mættust í sannkölluðum Íslendingaslag í þýska handboltanum í kvöld þar sem Ýmir Örn Gíslason og félagar í Göppingen fóru að lokum með sigur af hólmi í jöfnum leik, 29-26.

Þjálfari Leipzig er Rúnar Sigtryggsson og markahæstur í liði hans í kvöld var sonur hans, Andri Már Rúnarsson, með átta mörk. Andri minnkaði muninn í eitt mark með marki úr víti á 51. mínútu en heimamenn svöruðu um hæl með tveimur mörkum.

Ýmir Örn skoraði tvö mörk fyrir Göppingen en markahæstur í liði þeirra var Marchel Shiller með ellefu mörk. Sigurinn væntanlega kærkominn fyrir Ými og félaga sem sitja í 14. sæti deildarinnar, beint fyrir neðan Leipzig en með sigrinum slítur liðið sig nokkuð afgerandi frá fallbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×