Innlent

Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tón­leikar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12.
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12. Vísir

Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani.

Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast klukkan tólf. Þar verður einnig rætt við sérfræðing í alþjóðastjórnmálum, sem segir segir tímaspursmál hvenær Bandaríkjastjórn fer að tala með sama hætti um Ísland og hún hefur gert um Grænland. 

Við segjum frá hörmulegri stöðu sem er uppi í Mjanmar eftir ógnarstóran jarðskjálfta, en eftirskjálftar hafa riðið yfir landið í dag. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 29. mars 2025

Þá kynnum við okkur metnaðarfull áform ungra tónlistarmanna, sem ætla að halda tíu klukkustunda tónleika í dag og segjum frá frumkvöðlastarfsemi sem felur í sér snakkgerð úr fiskiafurðum.

Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu á slaginu 12, á Bylgjunni og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×