Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. mars 2025 14:27 Starfsfólk við fjallamennskudeildina segist litlu nær um framtíð námsins. Umsóknarferlið fyrir næsta skólaár eigi að hefjast bráðum og tíminn sé því naumur. Fjallamennskunám FAS Eina fjallaleiðsögunámið á Íslandi mun að óbreyttu leggjast af næsta haust þar sem ekki hefur fundist varanleg fjármögnunarleið. Kennari við skólann segir stöðuna alvarlega, sérhæft fagnám í fjallaleiðsögn sé mikilvægur liður í að koma í veg fyrir slys í fjallaferðamennsku. Erla Guðný Helgadóttir er kennari við fjallamennskunámið í Framhaldsskóla Austur- Skaftafellsskýrslu. Hún segir kennara við deildina vera komna í öngstræti og þeir fái misvísandi svör um framhald námsins. Bjargast með skyndilausnum undanfarin misseri Fjallamennskunámið hefur verið starfrækt í rúman áratug en árið 2020 var námið endurhannað til þess að bjóða upp á sérhæfða fagþjálfun fyrir fjallaleiðsögumenn og til þess að hækka öryggisstaðla í ævintýraferðamennsku. Um fimmtíu manns stunda nám við deildina ár hvert. Erla segir námið kostnaðarsamt af öryggisástæðum. Til þess að uppfylla alþjóðlega öryggisstaðla þurfi fleiri kennara í kennsluna, sem fer að hluta til fram utandyra. Takmörk séu þó fyrir því hvað megi rukka í skólagjöld. View this post on Instagram A post shared by Jakub Szabo (@kuboszabo) „Skólinn er þannig kominn í ákveðna skuld við þróun námsins en námið er samt enn í rekstri og hefur fengið að malla áfram,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Skólinn hafi skorið niður rekstrarkostnað um 30 prósent síðustu tvö árin til þess að koma til móts við kröfur menntamálaráðuneytisins. Síðasta sumar hafi fjallamennskunám FAS fengið þær fréttir að námið yrði ekki fjármagnað en tímabundin lausn fundist til að klára árið. Starfsfólk hafi þurft að beita sér verulega fyrir því að fá að halda náminu áfram eftir áramót en til stóð að hefja það ekki á ný á vorönn 2025. Starfshópur skipaður en fjármagn ekki tryggt Þá vekur hún athygli á því að í kjölfar banaslyssins á Breiðamerkurjökli í fyrra hafi ríkisstjórnin hafið vinnu í nefndum og starfshópum með það að markmiði að bæta og greina þjálfun leiðsögumanna og öryggi í ævintýraferðamennsku á Íslandi. „Það var slys sem sló okkur sem vinnum í þessum geira sérstaklega. Þannig að okkur fannst frábært að stjórnvöld væru að taka þetta föstum tökum. [...]. En í sömu viku fáum við fréttir um að námið verði ekki fjármagnað lengur og það þyrfti að finna því nýjan rekstrargrundvöll,“ segir Erla. Mennta- og barnamálaráðuneytið hafnaði því á sínum tíma að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. Ráðuneytið leggi ekki niður nám heldur taki framhaldsskólar sjálfir ákvörðun um sitt námsframboð. Aftur á móti hafi ráðuneytið átt samtal um rekstur FSA og leiðir til að tryggja áframhaldandi námsframboð. „Þau segja að við fáum ekki fjármagn til að reka þetta fram yfir áramót, svo hvað er það annað en að leggja það niður?“ spurði Íris Ragnarsdóttir Pedersen, kennari við skólann þegar málið kom upp í fyrra. „Við vorum svolítið slegin yfir því að fá þær fréttir og í raun litla aðstoð til að halda áfram. Vissulega viljum við ekki skuldsetja lítinn framhaldsskóla úti á landi og við viljum vinna þessu farveg en nú erum við komin á þann stað að við vitum hreinlega ekki hvað við eigum að gera,“ segir Erla. Starfsfólki hafi verið talin trú um að málinu yrði fundinn farvegur og þrátt fyrir hljómgrunn í ráðuneytinu fáist misvísandi svör um hvort fjármagn fáist til rekstursins. Erla segir að þrátt fyrir að námið sé komið í skuld yrði enn meiri peningasóun fólgin í því að leggja það af, eftir alla þá vinnu sem hefur átt sér stað undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Jakub Szabo (@kuboszabo) Starfsfólk við deildina sé stolt af þeirri þróunarvinnu og frumkvöðlastarfi sem hefur átt sér stað síðustu árin og ánægð með að námið býðst loksins á Íslandi og er aðgengilegt. Það væri mikil synd ef ekkert nám af þessu tagi yrði aðgengilegt hér á landi. Fjallamennska Ferðalög Jöklar á Íslandi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Erla Guðný Helgadóttir er kennari við fjallamennskunámið í Framhaldsskóla Austur- Skaftafellsskýrslu. Hún segir kennara við deildina vera komna í öngstræti og þeir fái misvísandi svör um framhald námsins. Bjargast með skyndilausnum undanfarin misseri Fjallamennskunámið hefur verið starfrækt í rúman áratug en árið 2020 var námið endurhannað til þess að bjóða upp á sérhæfða fagþjálfun fyrir fjallaleiðsögumenn og til þess að hækka öryggisstaðla í ævintýraferðamennsku. Um fimmtíu manns stunda nám við deildina ár hvert. Erla segir námið kostnaðarsamt af öryggisástæðum. Til þess að uppfylla alþjóðlega öryggisstaðla þurfi fleiri kennara í kennsluna, sem fer að hluta til fram utandyra. Takmörk séu þó fyrir því hvað megi rukka í skólagjöld. View this post on Instagram A post shared by Jakub Szabo (@kuboszabo) „Skólinn er þannig kominn í ákveðna skuld við þróun námsins en námið er samt enn í rekstri og hefur fengið að malla áfram,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Skólinn hafi skorið niður rekstrarkostnað um 30 prósent síðustu tvö árin til þess að koma til móts við kröfur menntamálaráðuneytisins. Síðasta sumar hafi fjallamennskunám FAS fengið þær fréttir að námið yrði ekki fjármagnað en tímabundin lausn fundist til að klára árið. Starfsfólk hafi þurft að beita sér verulega fyrir því að fá að halda náminu áfram eftir áramót en til stóð að hefja það ekki á ný á vorönn 2025. Starfshópur skipaður en fjármagn ekki tryggt Þá vekur hún athygli á því að í kjölfar banaslyssins á Breiðamerkurjökli í fyrra hafi ríkisstjórnin hafið vinnu í nefndum og starfshópum með það að markmiði að bæta og greina þjálfun leiðsögumanna og öryggi í ævintýraferðamennsku á Íslandi. „Það var slys sem sló okkur sem vinnum í þessum geira sérstaklega. Þannig að okkur fannst frábært að stjórnvöld væru að taka þetta föstum tökum. [...]. En í sömu viku fáum við fréttir um að námið verði ekki fjármagnað lengur og það þyrfti að finna því nýjan rekstrargrundvöll,“ segir Erla. Mennta- og barnamálaráðuneytið hafnaði því á sínum tíma að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. Ráðuneytið leggi ekki niður nám heldur taki framhaldsskólar sjálfir ákvörðun um sitt námsframboð. Aftur á móti hafi ráðuneytið átt samtal um rekstur FSA og leiðir til að tryggja áframhaldandi námsframboð. „Þau segja að við fáum ekki fjármagn til að reka þetta fram yfir áramót, svo hvað er það annað en að leggja það niður?“ spurði Íris Ragnarsdóttir Pedersen, kennari við skólann þegar málið kom upp í fyrra. „Við vorum svolítið slegin yfir því að fá þær fréttir og í raun litla aðstoð til að halda áfram. Vissulega viljum við ekki skuldsetja lítinn framhaldsskóla úti á landi og við viljum vinna þessu farveg en nú erum við komin á þann stað að við vitum hreinlega ekki hvað við eigum að gera,“ segir Erla. Starfsfólki hafi verið talin trú um að málinu yrði fundinn farvegur og þrátt fyrir hljómgrunn í ráðuneytinu fáist misvísandi svör um hvort fjármagn fáist til rekstursins. Erla segir að þrátt fyrir að námið sé komið í skuld yrði enn meiri peningasóun fólgin í því að leggja það af, eftir alla þá vinnu sem hefur átt sér stað undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Jakub Szabo (@kuboszabo) Starfsfólk við deildina sé stolt af þeirri þróunarvinnu og frumkvöðlastarfi sem hefur átt sér stað síðustu árin og ánægð með að námið býðst loksins á Íslandi og er aðgengilegt. Það væri mikil synd ef ekkert nám af þessu tagi yrði aðgengilegt hér á landi.
Fjallamennska Ferðalög Jöklar á Íslandi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira