Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2025 20:03 Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindvíkingar fá hvergi að koma að borðinu í stjórnkerfinu með sín mál og segja að öll þeirra mál séu ákveðin í excel skjölum í ráðuneytum í Reykjavík. Þetta kom fram í máli formanns Járngerðar á opnum fundi, sem vill að uppbygging í bæjarfélaginu hefjist strax í vor. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg í gær þar sem hún fór yfir stöðuna í Grindavík og það sem fram undan er. „Markmið þessara samtaka eru mjög skýr. Það er að þrýsta á að uppbygging hefjist eigi síðar að vori núna 2025 og að íbúar fái að gera hollvinasamning eða leigusamning að húsunum sínum til þess að máta sig við nýjan veruleika og kveikja ljósin í bænum,” sagði Guðbjörg og bætti við. „Við viljum koma að borðinu þegar ákvarðanir um okkur eru teknar hvað varðar skipulagningu. Það er staðreynd enda höfum við Grindvíkingar ekki fengið sæti hingað til við það borð, hvergi nokkurs staðar. Það er allt ákveðið í einhverjum exelskjölum í ráðuneytum inn í Reykjavík. Það er eins og það sé markvisst verið að loka á okkur og setja keðju fyrir.” Frá vöfflufundinum hjá Framsókn í Árborg laugardaginn 29. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í máli Guðbjargar kom fram að þau ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík, sem eru að reyna að hefja rekstur á ný séu í miklum vandræðum. „Fjórhjólaleigan okkar var að kaup sér ný fjórhjól. Nei, þið fáið ekki nýjar tryggingar, Grindavík er hættulegasti staður á jarðríki, tryggjum ekki þar,” sagði Guðbjörg. Guðbjörg segir að það vanti algjörlega að tala málefni Grindvíkinga upp, umræðan sé svo neikvæð og leiðinleg. „Það vantar að hætta þessum hræðslu og óttastjórnun, sem er að hálfu, kannski sérstaklega Almannavarna og Veðurstofunnar að okkur finnst,” bætti hún við. Og besti dagur Grindvíkinga er fram undan. „Já, já því við ætlum að halda upp á sjómannadaginn alveg ótrauð áfram. Það er okkar besti dagur ársins, það er bara þannig. Við erum stór og sterkur sjávarútvegsbær þannig að það er okkar aðal dagur,” sagði Guðbjörg, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Félagsmenn í Járngerði vilja að uppbygging í Grindavík hefjist strax í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg í gær þar sem hún fór yfir stöðuna í Grindavík og það sem fram undan er. „Markmið þessara samtaka eru mjög skýr. Það er að þrýsta á að uppbygging hefjist eigi síðar að vori núna 2025 og að íbúar fái að gera hollvinasamning eða leigusamning að húsunum sínum til þess að máta sig við nýjan veruleika og kveikja ljósin í bænum,” sagði Guðbjörg og bætti við. „Við viljum koma að borðinu þegar ákvarðanir um okkur eru teknar hvað varðar skipulagningu. Það er staðreynd enda höfum við Grindvíkingar ekki fengið sæti hingað til við það borð, hvergi nokkurs staðar. Það er allt ákveðið í einhverjum exelskjölum í ráðuneytum inn í Reykjavík. Það er eins og það sé markvisst verið að loka á okkur og setja keðju fyrir.” Frá vöfflufundinum hjá Framsókn í Árborg laugardaginn 29. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í máli Guðbjargar kom fram að þau ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík, sem eru að reyna að hefja rekstur á ný séu í miklum vandræðum. „Fjórhjólaleigan okkar var að kaup sér ný fjórhjól. Nei, þið fáið ekki nýjar tryggingar, Grindavík er hættulegasti staður á jarðríki, tryggjum ekki þar,” sagði Guðbjörg. Guðbjörg segir að það vanti algjörlega að tala málefni Grindvíkinga upp, umræðan sé svo neikvæð og leiðinleg. „Það vantar að hætta þessum hræðslu og óttastjórnun, sem er að hálfu, kannski sérstaklega Almannavarna og Veðurstofunnar að okkur finnst,” bætti hún við. Og besti dagur Grindvíkinga er fram undan. „Já, já því við ætlum að halda upp á sjómannadaginn alveg ótrauð áfram. Það er okkar besti dagur ársins, það er bara þannig. Við erum stór og sterkur sjávarútvegsbær þannig að það er okkar aðal dagur,” sagði Guðbjörg, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Félagsmenn í Járngerði vilja að uppbygging í Grindavík hefjist strax í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira