Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Árni Sæberg skrifar 31. mars 2025 15:01 Viðreisn í borginni vill ekki sjá einkaþotur sem þessa á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. Í færslu á Facebook, undir yfirskriftinni Viðreisn dvelur ekki í draumapólitík, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, að einnig verði lagt til að viðræður verði hafnar á ný um að staðið verði við ákvæði samnings síðan 23. október 2013 undirrituðum af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra, þar sem segi meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Markmiðið með tillögunni sé að skapa sátt um áætlunar- , sjúkraflug og landhelgisgæslu næstu tuttugu árin á Reykjavíkurflugvelli og tryggja þá umgjörð sem þarf, en um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Ljóst að völlurinn fari ekkert næstu tuttugu árin Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. „Það er hinsvegar ljóst að það verður ekki gert á næstunni miðað við jarðhræringar á Suðurnesjum. Ekki verður byggður flugvöllur í Hvassahrauni í bráð og ekki hefur verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug.“ Þórdís Lóa mun leggja tillöguna fram á borgarstjórnarfundi á morgun. Þessi mynd er síðan í fyrra, þegar hún var forseti borgarstjórnar en hún er nú í minnihlutanum.Vísir/Anton Brink Draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt að tryggja því þá umgjörð sem þarf. „Við verðum að vera raunhæf og dvelja ekki í einhverri draumapólitík.“ Einkaþoturnar geti verið á Suðurlandi Með því að færa einkaþotur, þyrluflug ásamt einka og kennsluflugi megi draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni eins og hægt er og tryggja þannig meiri sátt um komandi ár. Ljóst sé að mikil óánægja er meðal íbúa í nærumhverfinu með að einkaþotur lendi og hafi aðsetur á Reykjavíkurflugvelli ásamt því að mikið ónæði sé af almennu þyrluflugi og einka- og kennsluflugi. Viðreisn leggi áherslu á að tryggja umgjörð og sátt fyrir áætlunar-, sjúkraflug og landhelgisgæslu en auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samgöngur Tengdar fréttir Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 12. febrúar 2025 22:56 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Í færslu á Facebook, undir yfirskriftinni Viðreisn dvelur ekki í draumapólitík, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, að einnig verði lagt til að viðræður verði hafnar á ný um að staðið verði við ákvæði samnings síðan 23. október 2013 undirrituðum af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra, þar sem segi meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Markmiðið með tillögunni sé að skapa sátt um áætlunar- , sjúkraflug og landhelgisgæslu næstu tuttugu árin á Reykjavíkurflugvelli og tryggja þá umgjörð sem þarf, en um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Ljóst að völlurinn fari ekkert næstu tuttugu árin Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. „Það er hinsvegar ljóst að það verður ekki gert á næstunni miðað við jarðhræringar á Suðurnesjum. Ekki verður byggður flugvöllur í Hvassahrauni í bráð og ekki hefur verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug.“ Þórdís Lóa mun leggja tillöguna fram á borgarstjórnarfundi á morgun. Þessi mynd er síðan í fyrra, þegar hún var forseti borgarstjórnar en hún er nú í minnihlutanum.Vísir/Anton Brink Draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt að tryggja því þá umgjörð sem þarf. „Við verðum að vera raunhæf og dvelja ekki í einhverri draumapólitík.“ Einkaþoturnar geti verið á Suðurlandi Með því að færa einkaþotur, þyrluflug ásamt einka og kennsluflugi megi draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni eins og hægt er og tryggja þannig meiri sátt um komandi ár. Ljóst sé að mikil óánægja er meðal íbúa í nærumhverfinu með að einkaþotur lendi og hafi aðsetur á Reykjavíkurflugvelli ásamt því að mikið ónæði sé af almennu þyrluflugi og einka- og kennsluflugi. Viðreisn leggi áherslu á að tryggja umgjörð og sátt fyrir áætlunar-, sjúkraflug og landhelgisgæslu en auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samgöngur Tengdar fréttir Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 12. febrúar 2025 22:56 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 12. febrúar 2025 22:56
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21