Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 09:03 Yassine Cheuko fer yfir málin með Antonela Roccuzzo, eiginkonu Messi, á leik Inter Miami. Lífvörðurinn hefur sagt að sér líði eins og einum af fjölskyldunni og að hann finni fyrir miklu trausti frá Messi. Getty/Megan Briggs Yassine Cheuko, hinn grjótharði lífvörður Lionels Messi, má ekki lengur passa upp á hann á leikjum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Frá því að Messi kom til Bandaríkjanna og hóf að spila fyrir Inter Miami árið 2023 þá hefur Cheuko verið til taks á öllum leikjum, tilbúinn að tækla fólk sem hleypur inn á völlinn til að komast í tæri við mögulega besta leikmann sögunnar. @espn He took off 😳 (via @Major League Soccer on Apple TV) #messi #futbol #soccer ♬ original sound - ESPN Þannig hefur Cheuko reglulega komist í fréttirnar fyrir að góma fólk sem ætlar að ná til Messi í miðjum leik en svoleiðis verður það ekki áfram. Cheuko greinir nefnilega frá því í þættinum House of Highlights að MLS-deildin sé búin að taka fyrir það að hann megi vera við völlinn og hlaupa inn á. „Þeir leyfa ekki lengur að ég sé á vellinum,“ segir Cheuko sem telur það augljós mistök vegna þess hve margir virðist sífellt ná að finna sér leið inn á völlinn. „Þetta er risavandamál hérna“ „Ég vann í sjö ár í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu og í heild ruddust sex manns inn á völlinn. Eftir að ég kom til Bandaríkjanna, á tuttugu mánuðum, hafa nú þegar sextán manns komist inn á völlinn. Þetta er risavandamál hérna. Ég er ekki vandamálið. Leyfið mér að hjálpa Messi,“ segir Cheuko. „Ég elska MLS og CONCACAF en við verðum að vinna saman. Ég elska að hjálpa. Ég tel mig ekki betri en aðra en ég er með afar mikla reynslu úr Evrópu. En þetta er í lagi. Þeirra ákvörðun en ég held að við gætum gert betur,“ segir Cheuko. Eftir að hafa verið að glíma við meiðsli sneri Messi aftur til leiks í síðasta leik Inter Miami og skoraði þá í 2-1 sigri gegn Philadelphia Union eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann gæti spilað í 8-liða úrslitum CONCACAF Champions Cup á morgun, gegn LAFC. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Frá því að Messi kom til Bandaríkjanna og hóf að spila fyrir Inter Miami árið 2023 þá hefur Cheuko verið til taks á öllum leikjum, tilbúinn að tækla fólk sem hleypur inn á völlinn til að komast í tæri við mögulega besta leikmann sögunnar. @espn He took off 😳 (via @Major League Soccer on Apple TV) #messi #futbol #soccer ♬ original sound - ESPN Þannig hefur Cheuko reglulega komist í fréttirnar fyrir að góma fólk sem ætlar að ná til Messi í miðjum leik en svoleiðis verður það ekki áfram. Cheuko greinir nefnilega frá því í þættinum House of Highlights að MLS-deildin sé búin að taka fyrir það að hann megi vera við völlinn og hlaupa inn á. „Þeir leyfa ekki lengur að ég sé á vellinum,“ segir Cheuko sem telur það augljós mistök vegna þess hve margir virðist sífellt ná að finna sér leið inn á völlinn. „Þetta er risavandamál hérna“ „Ég vann í sjö ár í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu og í heild ruddust sex manns inn á völlinn. Eftir að ég kom til Bandaríkjanna, á tuttugu mánuðum, hafa nú þegar sextán manns komist inn á völlinn. Þetta er risavandamál hérna. Ég er ekki vandamálið. Leyfið mér að hjálpa Messi,“ segir Cheuko. „Ég elska MLS og CONCACAF en við verðum að vinna saman. Ég elska að hjálpa. Ég tel mig ekki betri en aðra en ég er með afar mikla reynslu úr Evrópu. En þetta er í lagi. Þeirra ákvörðun en ég held að við gætum gert betur,“ segir Cheuko. Eftir að hafa verið að glíma við meiðsli sneri Messi aftur til leiks í síðasta leik Inter Miami og skoraði þá í 2-1 sigri gegn Philadelphia Union eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann gæti spilað í 8-liða úrslitum CONCACAF Champions Cup á morgun, gegn LAFC.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira