Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2025 15:23 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sendi yfirlýsingu frá félaginu. Hinu megin á myndinni má sjá skjáskot af myndbandi af handtöku mannsins sem var með byssuna. Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetja fólk til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk og aðra viðbragðsaðila. Allir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það er eftir að íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með byssu þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins í morgun. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Þetta segir í yfirlýsingunni og stendur þar einnig að björgunarsveitarfólkinu hafi að vonum illa brugðið. Þau hafi farið á brott og tilkynnt atvikið til aðgerðarstjórnar. Alls voru fimmtán félagar Þorbjarnar að aðstoða Grindvíkinga í morgun við að rýma bæinn. Hlutverk þeirra er samkvæmt yfirlýsingunni fyrst og fremst að fólk á svæðinu sé meðvitað um stöðuna og aðstoða þá sem eiga í vandræðum. „Það er ekki hlutverk björgunarsveitarfólks að vísa fólki úr bænum en það bendir fólki góðfúslega á það að skynsamlegt sé að yfirgefa bæinn meðan óvissuástand varir.“ Þá segir í yfirlýsingunni að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sýni því mikinn skilning að ekki vilji allir yfirgefa bæinn. Það sé ekki hlutverk sjálfboðaliða að setjast í dómarasæti og hlutast til um það hverjir eigi að fara og hverjir megi vera. „Það sem er hins vegar alveg skýrt, að það er algjörlega óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Við slíkt getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við.“ Hér að neðan má sjá myndband af handtöku mannsins með byssuna í dag. Maðurinn var handtekinn af sérsveitarmönnum en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði þegar rætt var við hann í dag að atvikið væri afskaplega óheppilegt. Lagt hafi verið hald á skotvopnið sem maðurinn var með. Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Þetta segir í yfirlýsingunni og stendur þar einnig að björgunarsveitarfólkinu hafi að vonum illa brugðið. Þau hafi farið á brott og tilkynnt atvikið til aðgerðarstjórnar. Alls voru fimmtán félagar Þorbjarnar að aðstoða Grindvíkinga í morgun við að rýma bæinn. Hlutverk þeirra er samkvæmt yfirlýsingunni fyrst og fremst að fólk á svæðinu sé meðvitað um stöðuna og aðstoða þá sem eiga í vandræðum. „Það er ekki hlutverk björgunarsveitarfólks að vísa fólki úr bænum en það bendir fólki góðfúslega á það að skynsamlegt sé að yfirgefa bæinn meðan óvissuástand varir.“ Þá segir í yfirlýsingunni að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sýni því mikinn skilning að ekki vilji allir yfirgefa bæinn. Það sé ekki hlutverk sjálfboðaliða að setjast í dómarasæti og hlutast til um það hverjir eigi að fara og hverjir megi vera. „Það sem er hins vegar alveg skýrt, að það er algjörlega óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Við slíkt getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við.“ Hér að neðan má sjá myndband af handtöku mannsins með byssuna í dag. Maðurinn var handtekinn af sérsveitarmönnum en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði þegar rætt var við hann í dag að atvikið væri afskaplega óheppilegt. Lagt hafi verið hald á skotvopnið sem maðurinn var með.
Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira