Fordæmir atvikið í Grindavík Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 17:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. „Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“ Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
„Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira