„Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2025 17:15 Hermann Ólafsson var grátt leikinn í morgun, handjárnaður og hent í steininn í Keflavík. Og fékk svo að vita að allir fjölmiðlar landsins voru búnir segja hann hafa ógnað björgunarsveitarfólki með skotvopni. „Haugalygi,“ segir Hermann. vísir/einar Hermann Ólafsson hobbýbóndi, fyrrverandi sjávarútvegsmaður og Grindvíkingur, er miður sín eftir að hafa fengið að kenna óþyrmilega á því: Handjárnaður, „blásaklaus“, settur í steininn og til að bíta hausinn af skömminni: Talinn hafa ógnað fólki með byssu. Vísir náði tali af Hermanni skömmu eftir að hann losnaði úr fangelsi sem honum hafði verið varpað í eftir að sérsveit ríkislögreglustjóra hafði tekið hann og varpað í steininn í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í Keflavík. Hermann var skekinn og vandaði þeim sem að málinu komu ekki kveðjurnar. „Ég er alsaklaus, ég gerði ekkert rangt,“ segir Hermann. Harkaleg handtakan var eitt, en svo uppgötvar Hermann sér til hrellingar, þegar hann loks losnaði úr grjótinu, að þá er búið að flytja fréttir af því í öllum miðlum að björgunarsveitarfólk hafi þurft að leita sér áfallahjálpar eftir að hafa verið ógnað með byssu í kjölfar rýmingar í Grindavík í morgun. Altalað sé að þarna hafi einhver þverskallast við að rýma Grindavík og varið sig með vopnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fordæmt verknaðinn og manninn. „Þetta er bara mannorðssvipting,“ segir Hermann forviða. Var að sækja skotbómulyftara til að geta gefið fé sínu „Nei, ég segi ekkert gott og alls ekki eftir allar þessar röngu fréttir sem eru um mig út um allt. Ég er í sjokki. Tekinn af víkingasveitinni, snúinn niður, handjárnaður og hent í steininn. Og allt er þetta haugalygi.“ Hermann lýsir því svo að í morgun hafi hann farið inn í Grindavík til að ná í skotbómulyftara sem var við fyrirtækið hans, sem nú er farið á hausinn, Stakkavík. En lyftarann notar hann til að gefa fé hey en féð heldur hann á Stað sem er vestarlega í Grindavík, í grennd við golfvöllinn. Hermann segist hafa fengið leyfi hjá stráknum, björgunarsveitarmanni, enda þekkist þeir. „Hann gefur mér samband við stelpu hjá björgunarsveitunum en Staður heitir jörðin, ég er með sumarbústað þar skammt frá.“ Stillti sér upp fyrir strákinn sem vildi taka mynd Hermann átti í einhverjum orðaskiptum við strákinn sem vildi taka af honum myndir og í grallaraskap spyr hann hvort hann eigi ekki að sitja fyrir með haglarann. „Ég spurði hann hvort hann vildi ekki fá myndir af kallinum með haglarann og hann tók af mér nokkrar myndir. Ég meira að segja brosti til hans. Ég beindi byssunni uppí loftið og gekk svo frá henni. Ég get svo Guðsvarið það. Ég sýndi honum byssuna.“ Hermann segir það af og frá að hann færi að ógna þeim sem vildu hjálpa sér. Aldrei. „Ég fór inn í Grindavík með björgunarsveitarmönnum. Ef þeir hefðu þurft áfallahjálp hefðu þeir aldrei farið með mér. Þeir fylgja mér að Stakkavík, við tökum lyftarann og förum.“ Hermann segist hafa verið að aka lyftaranum þegar sérsveitin birtist með öll ljós blikkandi. Hermann segist hafa misst fyrirtækið sitt, hrossin sín og fjölskyldan hafi tvístrast. Hann furðar sig á því að sérsveitin, sem í veljist sérstök manngerð, sé fengin til að pönkast í fólki sem á um sárt að binda. Skellt í jörðina og handjárnaður „Að svona lið skuli vera að pönkast í mér! Þeir skipa mér að fara út, vilja rífa mig út og ég streittist eitthvað á móti, er 150 kíló og orðinn sjötugur. Ég var hræddur um það þeir myndu meiða mig. Ég sagði, leyfið mér að komast út.“ Hermann bakkaði út úr lyftaranum og veit ekki fyrr en þeir eru tveir ofan á honum. „Næsta sem ég veit er að þeir liggja ofan á mér og handjárna mig. Þarna var þröngt og ég meiddi mig á handjárnunum. En ég var bara tekinn eins og stórglæpon svo var farið með mig inn í Keflavík. Ég hef aldrei upplifað að vera tekinn svona. Og mér svo hent inn í lítinn klefa.“ Hermann sver og sárt við leggur að hann hafi aldrei ógnað nokkrum manni. Hann fékk að dúsa lengi vel í klefanum, fékk svo að endingu til sín lögmann og svo var tekin af honum skýrsla. „Þetta er haugalygi frá upphafi til enda. Það vita allir. Útlendingarnir sem þarna voru eru til vitnis um það. Ég miðaði aldrei byssu á neinn mann.“ Skilur ekkert í björgunarsveitinni að ljúga upp á sig Hermann hefur hin verstu orð um sérsveitarmennina og einnig björgunarsveitarmennina. „Algjör óþarfi að senda svona brjálað hyski á mig,“ segir Hermann og telur sig hafa orðið þess var að þeir hafi notið þess að pína sig. Þá telur Hermann björgunarsveitarmenn á sérkennilegu róli með því að ljúga upp á sig þessu með að hann hafi verið ógnandi með byssu. Það verði bið á því að hann styrki félagsskapinn þann. Og eftir allar þessar hremmingar þá les hann um sig fréttir þar sem öllu er snúið á haus, að sögn Hermanns. Það þurfi tak að vinda ofan af þeim lygimálum öllum. En Hermann segist boginn, en ekki brotinn og þá sé bara að fara í það verk. Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vísir náði tali af Hermanni skömmu eftir að hann losnaði úr fangelsi sem honum hafði verið varpað í eftir að sérsveit ríkislögreglustjóra hafði tekið hann og varpað í steininn í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í Keflavík. Hermann var skekinn og vandaði þeim sem að málinu komu ekki kveðjurnar. „Ég er alsaklaus, ég gerði ekkert rangt,“ segir Hermann. Harkaleg handtakan var eitt, en svo uppgötvar Hermann sér til hrellingar, þegar hann loks losnaði úr grjótinu, að þá er búið að flytja fréttir af því í öllum miðlum að björgunarsveitarfólk hafi þurft að leita sér áfallahjálpar eftir að hafa verið ógnað með byssu í kjölfar rýmingar í Grindavík í morgun. Altalað sé að þarna hafi einhver þverskallast við að rýma Grindavík og varið sig með vopnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fordæmt verknaðinn og manninn. „Þetta er bara mannorðssvipting,“ segir Hermann forviða. Var að sækja skotbómulyftara til að geta gefið fé sínu „Nei, ég segi ekkert gott og alls ekki eftir allar þessar röngu fréttir sem eru um mig út um allt. Ég er í sjokki. Tekinn af víkingasveitinni, snúinn niður, handjárnaður og hent í steininn. Og allt er þetta haugalygi.“ Hermann lýsir því svo að í morgun hafi hann farið inn í Grindavík til að ná í skotbómulyftara sem var við fyrirtækið hans, sem nú er farið á hausinn, Stakkavík. En lyftarann notar hann til að gefa fé hey en féð heldur hann á Stað sem er vestarlega í Grindavík, í grennd við golfvöllinn. Hermann segist hafa fengið leyfi hjá stráknum, björgunarsveitarmanni, enda þekkist þeir. „Hann gefur mér samband við stelpu hjá björgunarsveitunum en Staður heitir jörðin, ég er með sumarbústað þar skammt frá.“ Stillti sér upp fyrir strákinn sem vildi taka mynd Hermann átti í einhverjum orðaskiptum við strákinn sem vildi taka af honum myndir og í grallaraskap spyr hann hvort hann eigi ekki að sitja fyrir með haglarann. „Ég spurði hann hvort hann vildi ekki fá myndir af kallinum með haglarann og hann tók af mér nokkrar myndir. Ég meira að segja brosti til hans. Ég beindi byssunni uppí loftið og gekk svo frá henni. Ég get svo Guðsvarið það. Ég sýndi honum byssuna.“ Hermann segir það af og frá að hann færi að ógna þeim sem vildu hjálpa sér. Aldrei. „Ég fór inn í Grindavík með björgunarsveitarmönnum. Ef þeir hefðu þurft áfallahjálp hefðu þeir aldrei farið með mér. Þeir fylgja mér að Stakkavík, við tökum lyftarann og förum.“ Hermann segist hafa verið að aka lyftaranum þegar sérsveitin birtist með öll ljós blikkandi. Hermann segist hafa misst fyrirtækið sitt, hrossin sín og fjölskyldan hafi tvístrast. Hann furðar sig á því að sérsveitin, sem í veljist sérstök manngerð, sé fengin til að pönkast í fólki sem á um sárt að binda. Skellt í jörðina og handjárnaður „Að svona lið skuli vera að pönkast í mér! Þeir skipa mér að fara út, vilja rífa mig út og ég streittist eitthvað á móti, er 150 kíló og orðinn sjötugur. Ég var hræddur um það þeir myndu meiða mig. Ég sagði, leyfið mér að komast út.“ Hermann bakkaði út úr lyftaranum og veit ekki fyrr en þeir eru tveir ofan á honum. „Næsta sem ég veit er að þeir liggja ofan á mér og handjárna mig. Þarna var þröngt og ég meiddi mig á handjárnunum. En ég var bara tekinn eins og stórglæpon svo var farið með mig inn í Keflavík. Ég hef aldrei upplifað að vera tekinn svona. Og mér svo hent inn í lítinn klefa.“ Hermann sver og sárt við leggur að hann hafi aldrei ógnað nokkrum manni. Hann fékk að dúsa lengi vel í klefanum, fékk svo að endingu til sín lögmann og svo var tekin af honum skýrsla. „Þetta er haugalygi frá upphafi til enda. Það vita allir. Útlendingarnir sem þarna voru eru til vitnis um það. Ég miðaði aldrei byssu á neinn mann.“ Skilur ekkert í björgunarsveitinni að ljúga upp á sig Hermann hefur hin verstu orð um sérsveitarmennina og einnig björgunarsveitarmennina. „Algjör óþarfi að senda svona brjálað hyski á mig,“ segir Hermann og telur sig hafa orðið þess var að þeir hafi notið þess að pína sig. Þá telur Hermann björgunarsveitarmenn á sérkennilegu róli með því að ljúga upp á sig þessu með að hann hafi verið ógnandi með byssu. Það verði bið á því að hann styrki félagsskapinn þann. Og eftir allar þessar hremmingar þá les hann um sig fréttir þar sem öllu er snúið á haus, að sögn Hermanns. Það þurfi tak að vinda ofan af þeim lygimálum öllum. En Hermann segist boginn, en ekki brotinn og þá sé bara að fara í það verk.
Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira