„Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2025 07:01 Ólafur Jóhann er gestur Einkalífsins að þessu sinni. Vísir/Anton Brink Ólafur Jóhann Steinsson ein skærasta Tik-Tok stjarna landsins segist aldrei hafa látið það á sig fá að vera með meðfæddan hjartagalla. Læknar töldu hann þó í æsku eiga lítinn möguleika á eðlilegu lífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur árin á Tik-Tok en hann er ein vinsælasti Íslendingurinn á miðlinum. Hann ræðir barnæskuna í Grafarvogi og í Kópavogi, menntaskólaárin í heimsfaraldri og hjartaaðgerð sem hann fór nýverið í í Sviþjóð. Hann segir dagana þar þá erfiðustu sem hann hefur lifað. Klippa: Einkalífið - Ólafur Jóhann Steinsson Hljóp bara samt „Ég greinist með einhvern hjartagalla, þau vita ekkert hvað og ég er sendur til Boston tveggja daga gamall. Ég fer í eina aðgerð og eina þræðingu, fimm daga gamall og ver fyrstu þremur vikum lífsins í Boston.“ Hann útskýrir að ein ósæðin hjá honum hafi ekki pumpað blóði sem skyldi. Ólafur Jóhann því vanur að fara til hjartalæknis tvisvar til þrisvar á ári í skoðun. Það hafi hann gert í yfir níutíu skipti. „Á fyrstu árunum þá prufaði ég allar íþróttir, fótbolta, handbolta, körfubolta, samkvæmisdans sem tók vel á þolið. Maður var að byggja upp þolið á meðan öðrum fannst þetta allt í lagi.“ Veltirðu þér einhvern tímann upp úr því að þú værir öðruvísi? „Nei samt ekki, því þetta hefur aldrei hrjáð mig. Foreldrum mínum var samt sagt þegar ég var í aðgerð í Boston að þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta. Ég æfði samt fótbolta í mörg ár. Svo var þeim sagt að ég yrði að fara í aðgerð nánast árlega en það gerðist aldrei.“ Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Kallið kom skyndilega Ólafur segir í Einkalífinu að árið 2019 hafi honum verið tjáð að nú yrði hann að fara í alvöru aðgerð þar sem gert yrði við hjarta hans. Eftir það hafi tíminn liðið og liðið og liðið. Svo fékk hann tíðindin. „Ég og kærastan vorum á Maldíveyjum í fríi núna í janúar, við vorum í þrjátíu gráðum, það var geðveikt,“ segir Ólafur Jóhann. „Við komum heim og þá var hjartalæknirinn búinn að hringja í mig, það var ekkert símasamband þarna og þá kemur í ljós að það á að koma að þessu einhvern tímann á næstu þremur til sex mánuðum.“ Ólafur fór í skoðun til hjartalæknisins síns í febrúar og þá var honum tjáð að þetta yrði líklega ekki fyrr en í maí. Daginn eftir hafi læknirinn hringt og sagt honum að aðgerðin yrði eftir tvær vikur. Einni og hálfri viku síðan var hann mættur til Svíþjóðar. „Þetta var smá sjokk. Ég er í vinnu við að gera Tik Tok og hef birt vídjó á hverjum einasta degi og hef gert í tvö og hálft ár, ég er reyndar aðeins byrjaður að slaka á núna því ég hef ekki tímann í þetta og þarf aðeins að hvíla mig,“ segir Ólafur Jóhann sem bjó þá til myndbönd til að eiga í sarpnum og birta á meðan hann væri í aðgerðinni. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Öskraði úr sársauka í klukkutíma Í Einkalífinu lýsir Ólafur Jóhann því hvernig það hafi tekið hann mun meiri tíma að jafna sig eftir aðgerð en hann hafi átt von á. Hann segir þennan tíma þann erfiðasta sem hann hefur upplifað. „Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði heim eftir viku. Drífa þetta vel en svo var fullt af aukaveseni. Hægri partur hjartans var með of mikinn vökva og svo var eitthvað í lungnasekknum. Vanalega losar líkaminn þetta en það var ekki að gerast þannig ég fer aftur á gjörgæslu og fæ endalaust af þessum hjartalyfjum og er þarna líka á laugardeginum, líka á sunnudeginum. Þessi sunnudagur var án efa versti dagur lífs míns,“ segir Ólafur Jóhann sem lýsir rosalegri aðgerð læknanna sem gerð var á honum á meðan hann var vakandi. „Ég ligg á hliðinni, horfi á skjáinn, þannig ég sé nálina fara inn í gegn til þess að losa vökvann. Það fóru þarna sjö til áttahundruð úr þessu á einum degi. Ég öskraði úr sársauka þarna í næstum því klukkutíma. Ég fann vangefið mikið fyrir þessu. Þetta er versti dagur lífs míns, by far.“ @olafurjohann123 Vonandi munið þið eiga betri afmælisdag en engar áhyggjur ég er góður! ♬ original sound - oli Einkalífið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur árin á Tik-Tok en hann er ein vinsælasti Íslendingurinn á miðlinum. Hann ræðir barnæskuna í Grafarvogi og í Kópavogi, menntaskólaárin í heimsfaraldri og hjartaaðgerð sem hann fór nýverið í í Sviþjóð. Hann segir dagana þar þá erfiðustu sem hann hefur lifað. Klippa: Einkalífið - Ólafur Jóhann Steinsson Hljóp bara samt „Ég greinist með einhvern hjartagalla, þau vita ekkert hvað og ég er sendur til Boston tveggja daga gamall. Ég fer í eina aðgerð og eina þræðingu, fimm daga gamall og ver fyrstu þremur vikum lífsins í Boston.“ Hann útskýrir að ein ósæðin hjá honum hafi ekki pumpað blóði sem skyldi. Ólafur Jóhann því vanur að fara til hjartalæknis tvisvar til þrisvar á ári í skoðun. Það hafi hann gert í yfir níutíu skipti. „Á fyrstu árunum þá prufaði ég allar íþróttir, fótbolta, handbolta, körfubolta, samkvæmisdans sem tók vel á þolið. Maður var að byggja upp þolið á meðan öðrum fannst þetta allt í lagi.“ Veltirðu þér einhvern tímann upp úr því að þú værir öðruvísi? „Nei samt ekki, því þetta hefur aldrei hrjáð mig. Foreldrum mínum var samt sagt þegar ég var í aðgerð í Boston að þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta. Ég æfði samt fótbolta í mörg ár. Svo var þeim sagt að ég yrði að fara í aðgerð nánast árlega en það gerðist aldrei.“ Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Kallið kom skyndilega Ólafur segir í Einkalífinu að árið 2019 hafi honum verið tjáð að nú yrði hann að fara í alvöru aðgerð þar sem gert yrði við hjarta hans. Eftir það hafi tíminn liðið og liðið og liðið. Svo fékk hann tíðindin. „Ég og kærastan vorum á Maldíveyjum í fríi núna í janúar, við vorum í þrjátíu gráðum, það var geðveikt,“ segir Ólafur Jóhann. „Við komum heim og þá var hjartalæknirinn búinn að hringja í mig, það var ekkert símasamband þarna og þá kemur í ljós að það á að koma að þessu einhvern tímann á næstu þremur til sex mánuðum.“ Ólafur fór í skoðun til hjartalæknisins síns í febrúar og þá var honum tjáð að þetta yrði líklega ekki fyrr en í maí. Daginn eftir hafi læknirinn hringt og sagt honum að aðgerðin yrði eftir tvær vikur. Einni og hálfri viku síðan var hann mættur til Svíþjóðar. „Þetta var smá sjokk. Ég er í vinnu við að gera Tik Tok og hef birt vídjó á hverjum einasta degi og hef gert í tvö og hálft ár, ég er reyndar aðeins byrjaður að slaka á núna því ég hef ekki tímann í þetta og þarf aðeins að hvíla mig,“ segir Ólafur Jóhann sem bjó þá til myndbönd til að eiga í sarpnum og birta á meðan hann væri í aðgerðinni. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Öskraði úr sársauka í klukkutíma Í Einkalífinu lýsir Ólafur Jóhann því hvernig það hafi tekið hann mun meiri tíma að jafna sig eftir aðgerð en hann hafi átt von á. Hann segir þennan tíma þann erfiðasta sem hann hefur upplifað. „Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði heim eftir viku. Drífa þetta vel en svo var fullt af aukaveseni. Hægri partur hjartans var með of mikinn vökva og svo var eitthvað í lungnasekknum. Vanalega losar líkaminn þetta en það var ekki að gerast þannig ég fer aftur á gjörgæslu og fæ endalaust af þessum hjartalyfjum og er þarna líka á laugardeginum, líka á sunnudeginum. Þessi sunnudagur var án efa versti dagur lífs míns,“ segir Ólafur Jóhann sem lýsir rosalegri aðgerð læknanna sem gerð var á honum á meðan hann var vakandi. „Ég ligg á hliðinni, horfi á skjáinn, þannig ég sé nálina fara inn í gegn til þess að losa vökvann. Það fóru þarna sjö til áttahundruð úr þessu á einum degi. Ég öskraði úr sársauka þarna í næstum því klukkutíma. Ég fann vangefið mikið fyrir þessu. Þetta er versti dagur lífs míns, by far.“ @olafurjohann123 Vonandi munið þið eiga betri afmælisdag en engar áhyggjur ég er góður! ♬ original sound - oli
Einkalífið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira