„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Tómas Arnar Þorláksson og Jón Þór Stefánsson skrifa 1. apríl 2025 20:10 Hermann viðurkennir að mögulega hafi hann aðeins streist á móti handtökunni. „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira