Handbolti

Súrt kvöld fyrir ís­lensku lands­liðs­konurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Jacobsen er í stóru hlutverki í liði Blomberg-Lippe í þýsku deildinni.
Andrea Jacobsen er í stóru hlutverki í liði Blomberg-Lippe í þýsku deildinni. Getty/Marijan Murat

Íslensku landsliðskonurnar Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Andrea Jacobsen og Sandra Erlingsdóttir þurftu allar að sætta sig við tap með liðum sínum í evrópska handboltanum í kvöld.

Elín Jóna varði sjö skot og 21 prósent skota sem á hana komu þegar Aarhus Håndbold tapaði með fimm mörkum á útivelli á móti Nyköbing, 34-29. Aarhus hefur nú tapað sex síðustu deildarleikjum og ekki fagnað sigri síðan 22. febrúar.

Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk úr tíu skotum þegar Blomberg-Lippe tapaði með þremur mörkum á heimavelli á móti Ludwigsburg, 24-27. Díana Dögg Magnúsdóttir var ekki með Blomberg-Lippe. Ludwigsburg er á toppnum í deildinni en Blomberg-Lippe er í fjórða sætinu.

Sandra Erlingsdóttir og félagar í Metzingen töpuðu með fimm mörkum á útivelli á móti Neckarsulm, 30-25. Sandra klikkaði á eina skotinu sínu í leiknum en átti eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×