Pörin þrjú áttu það öll sameiginlegt að geta tekið umtalsvert til í almennri neyslu.
Þau Ólafur og Guðrún eyða að meðaltali 1,2 milljónum á mánuði í almenna neyslu eða um fjórtán milljónir á ári. Því var svigrúm þeirra töluvert til að bæta sig.
Árangur þeirra hjóna var í raun lygilegur og drógu þau saman um 96% eða um rúmlega 1,1 milljón króna eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Viltu finna milljón er á dagskrá á Stöð 2 á mánudagskvöldum.