Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 08:05 Elisabeth Asserson smellir kossi á eiginmanninn Jakob Ingebrigtsen eftir afrek á hlaupabrautinni á Ólympíuleikunum. Instagram/@elisabethassers Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert
Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira