Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 08:05 Elisabeth Asserson smellir kossi á eiginmanninn Jakob Ingebrigtsen eftir afrek á hlaupabrautinni á Ólympíuleikunum. Instagram/@elisabethassers Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert
Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira